Vetrarmót RVK – allt sem þú þarft að vita

Vetrarmót Reykjarvíkurskáta verður á Úlfljótsvatni um helgina, fyrir fálkaskáta og eldri (10 ára+). Í þessari færslu ættu að vera allar helstu upplýsingar sem þátttakendur þurfa að vita.

Mæting er í Skátamiðstöðina í Hraunbæ 123, 110 RVK (ekki í Landnemaheimilið), föstudagskvöldið 27. janúar kl. 19:30. Sjá kort:
https://ja.is/kort/?d=hashid%3A97XgG&x=364022&y=404136&z=5&type=map

Áætluð heimkoma er sunnudaginn 29. jan kl. 16:00 í skátamiðstöðina Hraunbæ 123

Útbúnaðarlista til viðmiðunar er hægt að finna hér:
http://www.landnemi.is/ferdir-og-utilegur/

Dróttskátar og rekkaskátar gista í tjaldi, en fálkaskátar sofa inni í skála.

Mótsgjaldið, 5.000 kr. skal millifæra inná reikning Landnema:
Kt. 491281-0659
Rn. 0111-26-510091
Skýring: nafn skáta
og kvittun skal senda á landnemi@landnemi.is

Fararstjóri Landnema er Kristinn Arnar (Kiddi), og hægt er ná í hann í síma 6161220, eða á netfangið kiddias@gmail.com

Sjáumst í vetrarham!

15800345_1287645777988762_1496914740490253646_o