Drekar sökkva sér inn í heim vísindanna

Í dag hófst vísinda dagskrárhringur hjá drekaskátum (7-9 ára). Við smíðuðum báta og sigldum þeim út í garði. Þau ætla næstu fjórar vikur að sökkva sér inn í heim vísindanna og skoða ýmsa hluti í náttúrunni og nærumhverfinu sem vekja áhuga. Hvers vegna fljóta sumir hlutir en aðrir ekki? Hvernig er hægt að sigrast á þyngdaraflinu?  Hvaðan kemur rafmagnið í húsin okkar?

Þessum spurningum og eflaust einhverjum fleiri verður svarað á næstu vikum hjá okkur í drekaskátunum. Í lok dagskráhringsins fáum við svo leynilega vísindaheimsókn, en meira um það síðar.

Dagskrá sveitarinnar: https://goo.gl/Okpjhh
Myndaalbúm sveitarinnar: https://goo.gl/wIWXsQ

Landnemar facebook: https://www.facebook.com/Landnemi

IMG_008222

Gullfiskurinn – hópurinn sem sigraði tímatökuna