Sveitarútilega fálkaskáta við Hafravatn

Núna um næstu helgi 25. – 26. mars fara fálkaskátar í Þórshamri í einnar nætur útilegu við Hafravatn. Gist verður í tjöldum sem eru upphituð með kamínum en einnig verður aðgengi að skála ef nauðsyn krefur. Allur matur verður sameiginlegur og innifalinn í útilegugjaldinu sem eru 3000 kr. Þó er gott að taka með 2-3 lítra af vatni og leyfilegt er að taka með 100g af nammi. Útbúnaðarlista er að finna HÉR á vefnum en við minnum sérstaklega á að gott er að hafa höfuðljós, mataráhöld, ullarnærföt og ullarsokka. Hér eru glærur frá foreldrafundi með ítarlegri upplýsingum: https://goo.gl/oGxo1B

Mikilvægt er að ganga frá skráningu í félagið fyrir útileguna, en nokkrir eiga eftir að skrá/endurskrá sig í félagið – SKRÁ HÉR. Útilegugjaldið 3000 kr. er millifært inn á reikning:

Kennitala: 491281-0659
Reikningsnúmer: 0111-26-510091
Skýring: Þórshamar

Sjáumst hress á laugardaginn!

Untitled-1