Dróttskátar í Vífilsbúð

Núna um helgina ætla dróttskátar (13-15 ára) að fara í sveitarútilegu. Förinni er heitið í skátaskálann Vífilssbúð í Heiðmörk og gist tvær nætur. Á dagskrá er ýmislegt skemmtilegt m.a. að fara í hellaskoðun, elda mat og svo verður formleg vígsla fyrir nýja meðlimi. Lagt verður af stað á morgun, föstudag kl. 20:00 frá skátaheimilinu Háuhlíð 9 (mæting 19:45). Útbúnaðarlista til viðmiðunnar er að finna inná vefnum http://www.landnemi.is/ferdir-og-utilegur/

Útilegugjaldið er 3.500 kr. og innifalið í því er gisting, dagskrá og kvöldmatur á laugardegi, annan mat þurfa krakkarnir að koma með sjálf.
Gjaldið er hægt að greiða inná reikning félagsins, eða með peningum við komu.

Kt: 491281-0659
Rn: 0111-26-510091
Skýring: nafn skáta
Senda kvittun á landnemi@landnemi.is

img_82092