Hress í Heiðmörk um helgina

Dróttskátar (13 – 15 ára) fóru í sveitarútilegu á skálann Vífilsbúð í Heiðmörk um helgina. Skátarnir gengu um svæðið, skoðuðu Maríuhella, grilluðu hamborgara yfir opnum eldi, vígðu nýja meðlimi og spiluðu hinn vinsæla leik, Capture the Flag. Nú tekur við tveggja vikna páskafrí hjá skátunum og öllu félaginu en við sjáumst aftur eftir páska, vikuna 24. – 28. apríl.

20170408_125908(0)