Páskáfundur, páskafrí!

Í síðustu viku kláraðist vísinda dagskrárhringur drekaskáta, en þá fengum við heimsókn frá Ævari vísindamanni. Hann sat fyrir svörum og var heldur betur spurður út í ýmislegt tengt og ótengt vísindum. Myndir frá heimsókninni, sem og öðrum fundum er að finna í myndaalbúminu okkar, en þar koma reglulega inn nýjar myndir: https://goo.gl/wIWXsQ

Á morgun er síðasti fundur fyrir páska og því verður sérlegur páskafundur. Starfið hefst svo að nýju eftir páska mánudaginn 24. apríl og þá fer af stað útivistar dagskráhringur. Starfsárinu líkur með ferð á drekaskátamót, en það verður haldið á Úlfljótsvatni 3. – 4. júní. Nánar um það þegar nær dregur.

Í sumar verða Landnemar einnig með útilífsnámskeið fyrir krakka á aldrinum 7-12 ára sem er partur af Útilífsskóla skáta. Það eru tveggja vikna námskeið með dagsferðum þar sem m.a. er farið í sund, klifur og á báta en námskeiðunum líkur svo með einnar nætur útilegu. Við hvetjum alla til að kynna sér útilífsskólann nánar því hann er sko algjört ævintýri. Skráning, tímasetningar og verð kemur inn á vefinn á næstu dögum http://www.landnemi.is/utilifsskoli/IMG_0366