Páskar að baki, sumarið framundan!

Drekaskátar og fálkaskátar hittust í dag eftir páskafrí. Fálkaskátar héldu áfram að vinna í flokksfánum og var þá saumavélin dregin fram. Drekaskátar eru að fara af stað inn í dagskráhring með yfirskriftinni “Útivist” en á næstu vikum ætlum við að fara í eitt og annað gagnlegt tengt útiveru. Í næstu viku er frí vegna 1. maí en fundirnir halda svo áfram út maí, en síðustu fundir eru 29. maí. Vetrarstarfinu hjá drekaskátum líkur svo með ferð á drekaskátamót á Úlfljótsvatn 3. – 4. júní en fálkaskátar og eldri fara á Landnemamót í Viðey sem verður haldið 23. – 25. júní. Við minnum svo aftur á Útilífsskólann, sumarnámskeið sem verða hjá okkur í sumar fyrir 8-12 ára. Skráning er í fullum gangi!

Myndaalbúm – drekaskátar (7-9 ára)
Myndaalbúm – fálkaskátar (10-12 ára)

IMG_0666