Sumarfögnuður á Klambratúni

Jæja þá er komið að sumardeginum fyrsta! þeim degi höfum við skátar ávalt fagnað og höldum mikið uppá. Í ár eins og oft áður verðum við Landnemar með viðburð á Klambratúni þar sem allir eru velkomnir. Við ætlum að vera með kassaklifur, lítinn ratleik og varðeld þar sem hægt verður að grilla sykurpúða en einnig verður borgin með dagskrá á svæðinu og pulsur í boði á meðan byrgðir endast. Viðburðurinn stendur yfir frá klukkan 13:00 til 15:00 fimmtudaginn næsta, 20. apríl og hvetjum við sem flesta til að kíkja við og draga fjölskylduna með sér!

img_8517-2