Foreldrafundur fyrir drekaskátamót 22. maí

Nú fer að líða að lokum hjá okkur okkur í drekaskátunum þennan veturinn. Síðustu tveir skátafundirnir eru núna í maí og svo endar starfið með ferð á drekaskátamót á Úlfljótsvatni 3. – 4. júní. Drekaskátamót er haldið á hverju ári í lok vetrarins en þar koma saman allir 7 – 9 ára skátar landsins og gista í tjöldum eina nótt.

Við ætlum að halda foreldrafund vegna mótsins, á mánudaginn næsta 22. maí kl. 19:40 beint á eftir drekaskátafundinum sem klárast 19:30.
Það er ýmislegt sem við þurfum að fara yfir, hvernig við ætlum að haga ferðamálum, matarmálum og þess háttar, eins sem okkur langar að heyra í ykkur hljóðið og þakka fyrir veturinn!
við vonumst til að sjá sem flesta!
IMG_0719