FUNDATÍMAR VETURINN 2017-18

Nú fer vetrarstarfið hjá okkur á fullt í næstu viku. Fundatímar og foringjateymi hafa verið staðfest og er eins og segir hér fyrir neðan. Vegna mikillar eftirspurnar á síðasta ári, bjóðum við upp á tvær drekaskátasveitir í ár, þær verða eins að öllu leiti svo hægt er velja þann tíma sem henntar betur. Allir fundir fara fram í skátaheimilinu okkar, Háuhlíð 9, 105 Reykjavík. Skráning fer fram inná skatar.felog.is. Veturinn kostar 30.000 kr og er hægt að nýta frístundakortið.
Hlökkum til að sjá og heyra í ykkur, ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við okkur á facebook síðunni eða á landnemi@landnemi.is.

Drekaskátar (7-9 ára)
Huginn: þriðjudagar kl. 17:00 – 18:00
Muninn: fimmtudagar kl. 17:00 – 18:00

Fálkaskátar (10 – 12 ára)
Þórshamar: miðvikudagar kl. 18:00 – 19:15

Dróttskátar (13 – 15 ára)
Víkingar: Miðvikudagar kl. 20:00 – 21:30

Rekkaskátar (16 – 18 ára) – fundastaður er breytilegur
Puttalingar: miðvikudagar kl. 20:00 – 22:00

IMG_1775 (2)