Félagsútilega Landnema 2017 3. – 5. nóvember.

Nú styttist óðum í félagsútilegu. Við ætlum að fara í Vindáshlíð og skemmta okkur.

Mæting er klukkan 18:30 í skátaheimili Landnema við Háuhlíð 9 föstudaginn 3. nóvember.

Áætluð heimkoma er klukkan 16:00 á sama stað á sunnudeginum.

Við biðjum ykkur að vera búin að borða fyrir mætingu.

Gjaldið fyrir útileguna er 9.000 kr og er innifalið rúta, gisting, matur og dagskrá alla helgina.

Skráning fer fram inná skatar.felog.is og er mikilvægt að skrá skátana sem fyrst.

Hlökkum til að sjá sem flesta!