Jólafundur og jólafrí

Á miðvikudaginn í næstu viku, 13. desember, verður jólafundur Landnema.
Mæting er klukkan 17:00 og er hann búinn 18:30.
Við ætum að vera með smá jólaskemmtun, syngja saman jólalög og dansa í kringum jólatréð.
Boðið verður uppá kaffi og piparkökur sem skátarnir hafa verið að skreyta. 
Foreldrar velkomnir.
Það verða engir aðrir fundir í vikunni.

Skátastarf hefst síðan aftur eftir jólafrí með afmæli Landnema 9. janúar.