Vetrarmót Rekjavíkurskáta

Vetrarmót Rekjavíkurskáta verður haldið í þriðja sinn helgina 26.-28. janúar 2018 í útivistarparadísinni á Úlfljótsvatni. Vetrarmótið er fyrir skáta úr skátafélögunum í Reykjavík frá aldrinum 10 ára og uppúr en skátar úr öllum skátafélögum í Reykjavík koma saman og skemmta sér.

Dagskráin á mótinu er með hefðbundinni skátadagsskrá: skátaleikjum, kvöldvöku, einstökum næturleik, póstaleik þar sem verður farið í skyndihjálp, klifur og sig, kyndlagerð og margt fleira.

Skráning fer fram inná skatar.felog.is og er skráningarfrestur til 25. janúar.
Það kostar 5.000 kr á mótið og þeir sem skrá sig fyrir 21. janúar fá 20% afslátt.

Greitt er með millifærslu á reikning Landnema.
Kennitala: 491281-0659
Reikningsnúmer: 0111-26-510091
Skýring: Kennitala skáta, félagsgjald
Senda síðankvittun á landnemi@landnemi.is

Mæting er í Hraunbæ 123 klukkan 19:30 á föstudagskvöldinu og heimkoma klukkan 16:00 á sunnudeginum.