Félagsútilega Landnema 2018

Félagsútilega Landnema 2018

Helgina 26.-28. október verður félagsútilega Landnema.

Förinni er heitið í Lækjarbotna, skátaskála undir hlíðum Selfjalls ofan við Heiðmörk.

Mæting er klukkan 20:00 á föstudaginn uppí Lækjarbotna og mikilvægt er að skátarnir séu búnir að borða kvöldmat. Dagskrá lýkur klukkan 14:00 á sunnudegi og eiga skátarnir að vera sóttir á sama stað

Gjald fyrir helgina er 4000 kr. og er innifalið í því gisting, matur alla helgina og skemmtileg dagskrá.

Skráning í útileguna fer fram inná skatar.felog.is.
Nauðsynlegt er að skátarnir séu skráðir í félagið til að hægt sé að skrá þau í útileguna en skráning í skátana fer einnig fram inná skatar.felog.is

Dagsferð: Drekaskátar sem vilja frekar kíkja í heimsókn er boðið að koma í dagsferð á laugardeginum. Þeir geta þá mætt klukkan 10 og verið til klukkan 21 um kvöld.

Gjald fyrir dagsferðina er 2000 krónur og innifalið í því er dagskrá og matur allan tíman.

Skráning í dagsferðina fer einnig fram á skatar.felog.is og heitir Félagsútilega Landnema – Dagsferð drekaskáta.

Leiðarlýsing:  Skálinn er í um 14 km austur af Reykjavík. Keyrt er út úr bænum og áleiðis að Hellisheiði þangað til komið er að afleggjara merktur Sumarhús. Þar er keyrt eftir veginum í landi Skógræktarfélags Kópavogs þar til komið er að skálanum.

Við minnum á að skáti er náttúruvinur og við hvetjum því alla til að sameina í bíla!

Útbúnaðarlisti er aðgengilegur hér á síðunni undir flipanum Hvað gerir maður í skátunum?

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Skátakveðja,

Skátaforingjar Landnema