Jólafundur og jólafrí Landnema

Í næstu viku, 5. og 6. desember, verða síðustu sveitarfundir vetrarins.

Fimmtudaginn 13. desember verður jólafundur Landnema, frá 17:00-18:30. Boðið verður uppá kakó, kaffi og jólasmákökur.

Jólafundurinn er fyrir alla skáta í félaginu og eru fjölskyldur velkomnar með. Þar ætlum við að eiga saman notalega stund, syngja saman jólalög og dansa í kringum jólatréð.

Starfið hefst aftur eftir jólafrí með afmæli Landnema þann 9. janúar