Skátafélagið Landnemar óskar eftir starfsmanni!

Landnemar óska eftir að ráða starfsmann í hlutastarf á vorönn, þ.e. janúar til og með maí 2019.

Um er að ræða skemmtilegt og gefandi starf með börnum og ungu fólki en starfið hentar vel sem hlutastarf t.d. með skóla.

Æskilegt er að umsækjandi hafi:

  • Reynslu af starfi innan skátahreyfingarinnar
  • Tölvukunnáttu á helstu forritum sem nýtt eru í starfinu, s.s. Nóri, Word og Excel.
  • Menntun sem nýtist í starfi

Skilyrði er að umsækjandi sé með hreint sakavottorð.

Starfið felst í því að styðja foringja félagsins í starfi ásamt því að sjá um rekstur á skrifstofu og sinna tilfallandi störfum innan félagsins.

Starfstími er viðvera í skátaheimili Landnema, að Háuhlíð 9, á meðan fundum stendur ásamt því að aðstoða við ferðir félagsins.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við stjórn Landnema á netfangið stjorn@landnemi.is.