Kynningarfundur dróttskáta

Áhugasamur hópur unglinga mætti á sinn fyrsta dróttskátafund þar sem þemað var “bátar og bál”. Alls mættu 26 unglingar og var farið á báta á Hafravatni og sykurpúðar grillaðir í fjörunni. Takk Mosverjar fyrir lánið á bátunum! Hlökkum til að sjá alla aftur í næstu viku.