Vetrarstarfið hefst 9., 10. og 11. september

Þá liggur fundardagskrá vetrarins fyrir.

Drekaskátar 2. – 4. bekkur: miðvikudagar klukkan 17:30-18:45. Foringjar verða Védís og Júlía
Fálkaskátar 5. – 7. bekkur: þriðjudagar klukkan 17:20-19:00. Foringjar verða Sigurgeir og Heiðdís
Dróttskátar 8. – 10. bekkur: mánudagar klukkan 19:30-21:30. Foringjar verða Margrét og Sigurður
Rekka og róverskátar áveða sinn fundartíma sjálfir.

Allir velkomnir! Við hlökkum til að sjá ykkur og bjóðum krakka í 8. -10. bekk sérstaklega velkomna til okkar þar sem áhersla verður lögð á að skapa ævintýri og upplifanir með vinum sem lifa áfram! 

Allir okkar foringjar starfa sem sjálfboðaliðar og við þökkum þeim kærlega fyrir að vera tilbúin til að gefa tíma sinn í að halda uppi kraftmiklu skátastarfi þannig að fleiri geti notið ævintýrisins.