Dróttskátafundir færast yfir á fimmtudaga

Frá og með þessari viku færast dróttskátafundir af mánudögum yfir á fimmtudaga milli klukkan 19:30 og 21:30. Næsti fundur verður því fimmtudaginn 17. október. Viðfangsefnin á þeim fundi verða af ýmsu tagi. Þannig verður farið í grunnatriði kortalesturs, rötunar og útbúnaðar sem undirbúningur fyrir dagsferð dróttskáta laugardaginn 19. nóvember. Þá fá þeir sem ekki hafa bakað kanelsnúða á eldstæðinu okkar tækifæri til að prófa það. Allir krakkar í 8. – 10. bekk eru velkomnir að koma og prófa.