Jólafundur, jólafrí og afmælisár

Jólafundur Landnema verður þriðjudaginn 17. desember milli 17:30 og 18:30. Þangað er öllum skátum félagsins boðið og er það jafnframt síðasti fundur fyrir jól.

Nýtt ár hefst svo með opnu húsi fyrir alla skáta þriðjudaginn 7. janúar milli klukkan 17 og 19 þar sem 70 ára afmæli Landnema verður undirbúið.

Fimmtudagurinn 9. janúar er afmælisdagur Landnema og að þessu sinni fagnar félagið 70 árum. Afmælisfagnaður verður í skátaheimilinu milli 17 og 19 og boðið verður upp á afmælisratleik og afmælisveitingar. Skátum í félaginu og fjölskyldum þeirra er boðið að samfagna með okkur.

Takk fyrir samstarfið á árinu!

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!