Aðalfundur 2020

Aðalfundur Landnema 2020 var haldinn í Háuhlíð 9 miðvikudaginn 19. febrúar kl. 20. Félagsforingi flutti skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 1.9.2018 til 31.8.2019. Gjaldkeri kynnti skoðaða reikninga félagsins fyrir starfsárið og voru þeir samþykktir. Gerðar voru breytingar á 9. grein laga félagsins, en hún er um verkaskiptingu stjórnar. Breytingin var gerð til þess að skýra hvaða stjórnarmaður færi með hvaða hlutverk í félagaþrenning-unni sem BÍS leggur áherslu á núna. Lögin, eins og þau voru samþykkt, má finna hér á síðunni undir flipanum Um félagið og þar undir Skipulag félagsins.

Þegar kom að kosningum vantað eitt framboð í stjórn og einnig fulltrúa í uppstillinga-nefnd. Var ákveðið að fresta þessum kosningum til framhaldsaðalfundar sem ákveðið var að halda að fjórum vikum liðnum, miðvikudaginn 18. mars kl. 20.

Undir liðnum önnur mál benti Sigurður Viktor Úlfarsson á að aðalfundartíminn væri ekki heppilegur þar sem meira en 5 og 1/2 mánuður er liðnn síðan starfsárinu lauk. Hann benti á að e.t.v. væri heppilegra að halda aðalfundinn í nóbember sama ár og starfsári lýkur frekar en svona seint.

Fundarstjóri var Sigrún Sigurgestsdóttir og fundarritari var Sigurbjörg Sæmundsdóttir. Fundargerðin er aðgengileg fyrir alla foringja Landnema. Gestir fundarins voru Ásgerður Magnúsdóttir f.h. BÍS og Sigurbjörg Sæmundsdóttir f.h. SSR.