Landsmót skáta – foreldrafundur

Foreldrafundur vegna Landsmóts skáta verður í skátaheimilinu

Mánudaginn 10. febrúar klukkan 20

Landsmót skáta fer fram 8. – 14. júlí næstkomandi að Hömrum á Akureyri. Þangað fjölmenna Landnemar eins og aðrir skátar innlendir og erlendir. Mótið er fyrir alla skáta fædda 2012 og fyrr og er drekaskátum nú í fyrsta skipti boðið að taka fullan þátt í mótinu. Heimasíða mótsins er www.skatamot.is

Á fundinum verður farið yfir fyrirkomulag mótsins, skráningu, verð, fjölskyldubúðir, fjáraflanir og annað. Rétt er að taka fram að börnin eru á ábyrgð foringja skátafélagsins á meðan á mótinu stendur og því er ekki þörf á því að foreldrar fylgi börnum sínum á mótið. Hins vegar eru starfræktar sérstakar fjölskyldubúðir þar sem foreldrar og systkini geta komið og dvalið um lengri eða skemmri tíma og tekið þátt í dagskrá mótsins.

Einnig óskum við eftir foreldrum sem eru tilbúnir að ganga til liðs við foringja félagsins í fararstjórn á mótið. Verkefni fararstjórnar eru meðal annars að halda utan um fjáraflanir fyrir mótið, undirbúa og pakka búnaði félagsins, reisa tjaldbúð, sjá um velferð skátanna á mótinu og skipuleggja matseld auk þess að sinna frágangi eftir mótið. Mögulegt er að taka að sér ákveðin takmörkuð verkefni.

Vonumst til að sjá sem flesta!

Skátamót