Framhaldsaðalfundur

Framhaldsaðalfundurinn var haldinn skv. áætlun þann 18. mars. Boðið var upp á að þátttakendur mættu á staðinn eða tækju þátt með símafundi. Fundurinn var frekar fámennur sem ekki er undarlegt og tóku nokkrir þátt með símasambandi.

Tvö mál voru á dagskrá: Kosning eins manns í stjórn og eins í uppstillinganefnd. Var sjálfkjörið í báðar stöðurnar. Hulda María Valgeirsdóttir var kjörin í stjórn og mun taka við stöðu aðstoðarfélagsforingja hinn 1. ágúst n.k. Sigurgeir Bjartur Þórisson var kjörinn í uppstillinganefnd.

Undir liðnum önnur mál var m.a. fjallað um frestun skátaþings og aðalfundar SSR.