Skátastarf fellur niður tímabundið

Eftirfarandi skilaboð voru send foreldrum og forráðamönnum 
föstdaginn 20. mars 2020:

Ágætu foreldrar og forráðamenn.

Fyrr í dag gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út 
leiðbeinandi viðmið um íþrótta- og æskulýðsstarf í ljósi 
takmörkunar á skólastarfi og samkomum. Þar er mælst til 
þess að hlé verði gert á íþrótta- og æskulýðsstarfi þar til 
takmörkun á skólastarfi lýkur. Skátahreyfingin verður að 
sjálfsögðu við þessum tilmælum og fellir niður allt skátastarf 
þar til annað verður ákveðið.

Stjórn og foringjar skátafélagsins Landnema minna á lífsgildi
skátarhreyfingarinnar sem geta komið að góðum notum við að mæta
óvæntum og erfiðum aðstæðum en þau eru: 
  Skáti er hjálpsamur; 
  skáti er glaðvær; 
  skáti er traustur; 
  skáti er náttúruvinur; 
  skáti er tillitssamur; 
  skáti er heiðarlegur; 
  skáti er samvinnufús; 
  skáti er nýtinn; 
  skáti er réttsýnn; 
  skáti er sjálfstæður.

Þá hvetjum við alla skáta til að taka þátt verkefnum
skátahreyfingarinnar undir merkinu #stuðkví. 
Ný verkefni eru sett inn á hverjum degi meðan að þetta 
ástand varir. 
Verkefnin má finna hér: 
www.skatarnir.is/studkvi

Við hlökkum til að sjá alla skátana aftur þegar aðstæður 
leyfa. Enn er stefnt að því að halda landsmót í sumar og við 
munum hefja undirbúning af krafti þegar við hittumst á ný.

Okkar bestu kveðjur til ykkar allra,
stjórn og foringjar Landnema