Ágætu foreldrar og forráðamenn
Fyrsta dagsferð drekaskátasveitarinnar Huginn og Muninn, verður laugardaginn 3. október 2020. Mæting er í skátaheimilið, Háuhlíð 9, kl. 10:00. Við munum taka strætó á útivistarsvæðið í Gufunesbæ og fara í dagskrá þar. Áætluð heimkoma til baka í skátaheimilið er klukkan 15:30.
Dagskrá dagsferðarinnar er fyrst og fremst að vígja þá sem eru nýir inn í skátahreyfinguna. Þeir munu því fá skátaklút og drekaskátamerki til að setja aftan á klútinn. Þeir sem eru nú þegar vígðir fá nýtt drekaskátamerki.
Mikilvægt er að skátarnir komi vel klæddir til útiveru og með nesti. Við munum bjóða upp á grillaðar pylsur í hádegismat, svo ef það eru einhverjir sem eru grænmetisætur eða með ofnæmi/óþol þá endilega látið okkur vita.
Ferðin er innifalin í félagsgjaldi félagsins og því er ekki sérstakt gjald í ferðina en skilyrði fyrir þátttöku er að félagsgjöld séu í skilum. Sjá upplýsingar um
félagsgjöld á heimasíðu félagsins: https://www.landnemi.is/starf/felagsgjald/.
Skráning í félagið og í dagsferðina fer fram á Sportabler.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Drekaskátaforingjar