Stofn- og hugmyndafundur
Nýjung! Fjölskylduskátasveit fyrir foreldra og börn
– Átt þú barn á aldrinum 4 – 7 ára sem langar að taka þátt í skátastarfi?
– Ert þú til í að taka þátt í fjölskylduskátasveit þar sem foreldrar og börn koma saman?
– Ævintýralegir fjölskylduskátafundir úti og inni einu sinni í mánuði eru í bígerð.
– Kynningafundur þar sem hugmyndir fá að fljúga, verður haldinn í skátaheimili Landnema við Háuhlíð, kl. 11 sunnudaginn 8. nóvember.
Nánari upplýsingar gefur Ragna á netfanginu ragnarogn@gmail.com
Við hlökkum til að sjá ykkur.
Hulda, Inga, Ragna og Siggi
Fjölskylduskátastarf nágranna okkar í Skjöldungum var nýlega tilnefnt til foreldraverðlauna Heimilis og skóla.