Skráning hafin í Útilífsskólann

Skráning er hafin á sumarnámskeið Útilífsskólans. Skráningar fara fram í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/Landnemar

Útilífsskólinn heldur stórskemmtileg útilífsnámskeið fyrir krakka á aldrinum 8-12 ára, fædd árin 2009-2013 og eitt pollanámskeið fyrir 6-8 ára, fædd árin 2013-2015. Útilífsskóli Landnema byggir á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru náttúruskoðun, klifur, sig, rötun, útieldun, sund, skátaleikir og margt fleira. Starfssvæði Útilífsskóla Landnema er Hlíðarnar, Háaleiti og miðbær Reykjavíkur, en allir eru velkomnir.

Námskeiðin hefjast klukkan 09:00 og standa til 16:00. Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með nóg nesti yfir daginn. Þátttökugjald er 15.000 kr.-