60 ára Afmæli

Skátar Íslands velkomnir!

HEILL – GÆFA – GENGI !

Á 60 ára afmælisdegi Landnema hinn 9. janúar 2010, verður afmælishaldið með þessum hætti:

  1. Víðavangsleikur í Hamraholti og Öskjuhlíð með þátttöku Landnema og annarra skáta.
  2. Afmælismótttaka í skátaheimili Landnema, fyrir boðsgesti á vegum félagsstjórnar Landnema.
  3. Skátaskemmtun í sal M.H. fyrir Landnema, aðra skáta, foreldra, og gesti.
  4. Sýning í skátaheimilinu; skátaheimilið og saga Landnema.

Landnemar störfuðu sem skátasveit frá árinu 1950 til 1955, en þá var Landnemadeild stofnuð og starfaði af krafti til ársins 1969. Þá voru Skátafélag Reykjavíkur og Kvenskátafélag Reykjavíkur lögð niður og hverfadeildir félaganna tóku við starfinu og stofnuðu eigin skátafélög. Landnemadeild SFR og Kvenskörungar KSFR, sem áður störfuðu í gamla austurbæ Reykjavíkur, stofnuðu þá saman Skátafélagið Landnema.

Í dag eru Landnemar kröftugt félag, fyrirmyndar skátafélag, starfandi í einu glæsilegasta skátaheimili landsins að Háuhlíð 9. Í félaginu eru hátt á annað hundrað starfandi skátar í 7 skátasveitum; Drekaskátar (7 – 9 ára), Fálkaskátar 10 – 12 ára), Dróttskátar (13 – 15 ára), Rekkaskátar (16 – 18 ára) og Róverskátar (19 – 22 ára). Þeir sem vilja fræðast frekar um félagið og starfsemina í dag, geta skoðað þessa heimasíðu betur.

Landnemar vilja fagna þessum tímamótum og vilja að sem flestir fagni með okkur. Við vitum öll, að það mikilvægasta sem skátastarfið gefur, er einmitt glaðvær félagsskapurinn; allir góðu vinirnir og vinkonurnar. Skátastarfið í Landnemum hefur gefið okkur mikið og skal það segjast eins og er, að Landnemar hafa haft og hafa enn í dag mikla sérstöðu, einkum fyrir samheldni, gott skátastarf og margskonar pínulítil skringilegheit! Landnemar vilja hittast og vilja hitta þig.

Verið öll velkomin á afmælishátíðina 9. janúar 2010.

Landnemar eru með sanni stoltir af félaginu sínu í dag.

Taknmyndir saman

Dagskrá

13:00  Víðavangsleikur – skráning

15:00  Skátaskemmtun í MH

16:15  Afmæliskaffi

17:15  Opið hús í Háuhlíð 9

Víðavangsleikur

Víðavangsleikurinn er opinn öllum flokkum landsins. Í hverjum flokki eru 4-8 skátar auk flokksforingja (eldri foringjar hjá fálkaskátum). Leikurinn hefst við Háuhlíð 9 og honum lýkur við MH. Tilkynna skal þátttöku fyrir 4. janúar 2010.

Skráning hér

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.