Foringjaþjálfun

Landvættaþjálfun er foringjaþjálfun fyrir dróttskáta 14 – 15 ára sem komast í einstakan hóp þeirra útvöldusem lokið hafa þessari þjálfun og eru í sveit Landvætta.

Megin kjarni þjálfunarinnar er að undirbúa skátana til þess að starfa með flokki við frumstæðar aðstæður. Flokkarnir setja upp tjaldbúð í skógi og þurfa að undirbúa sig undir átök kvöldsins…

Þjálfunin er haldin við Fossá í Hvalfirðinum helgina 17. til 19 september. Skráning er hafin og komast aðeins 24 skátar á viðburðinn. Almennt gildir reglan “fyrstur kemur, fyrstur fær” en þeir sem hafa ekki sótt námskeiðið áður, ganga fyrir við skráningu. Leitast er við að hafa jafnvægi milli félaga.

Skrá mig!

Matur

Þátttakendur eiga að koma með:

2x Morgunmat

2x Síðdegishressingu

2x Kvöldhressingu (við bjóðum upp á heitt kakó)

Kostnaður

4000 kr. Innifalið er rútuferð, gisting, dagskrá, hádegismatur á laugardegi og sunnudegi, kvöldmatur á laugardegi.

Umsjón

Umsjónarmenn þjálfunarinnar er Elmar (661-6482) og Henry (898-7912).

Útbúnaður

Pakkið nákvæmlega eftir útbúnaðarlistanum í vatnsheldan poka. Gott er að setja föt o.þ.h. í plastpoka. Landvættir útvega efni í tjaldbúð og eldunarbúnað fyrir þátttakendur.

Útbúnaðarlisti fyrir útileguna

Myndir frá Fossá 2009

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.