Landnemamót í Viðey 2016

24 – 26 Júní

Gjald á mótið fyrir þáttakendur: 5000 kr.
Gjald á mótið fyrir starfsmenn: 2500 kr.
.
Landsbyggðin fær þúsund-kall í afslátt. (woop woop.)
Verðið hækkar um þúsund-kall fyrir bæði stafsmenn og þáttakendur 19. júní. Á slaginu!
(Mótsgjaldið verður þá 6.000 kr. fyrir almenna þátttakendur og 3.500 fyrir starfsmenn).

13458755_1155461841183190_617865867370763769_o

Allir þátttakendur undir 18 ára aldri þurfa að skrá sig í sveit, og hver sveit þarf að hafa að minnsta kosti EINN fararstjóra sem er eldri en 18 ára.

Fararstjórar skátasveita fá frítt á mótið.

Þeir skátar sem eru skráðir sem starfsmenn eru á ábyrgð mótsins, og þurfa þar af leiðandi ekki sérstakan fararstjóra. Hverju félagi verður úthlutaður ferjutími þegar nær dregur mótinu. Starfsmenn þurfa að vera 16+

Flýttu þér að skrá þig, skráðu vini þína, skráðu skátaforingjann þinn, skráðu ömmu þína. Komdu þér út í Viðey!

http://secure.skatar.is/felagatal/eventregistration.aspx

Nánari upplýsingar og upplýsingaflæði er hægt að nálgast á facebook síðu mótsins “Landnemamót á Viðey”

https://www.facebook.com/videyjarmot/?fref=ts

13271602_10206535617290307_1259848312_o

Útilífsskóli Landnema 2016!

Í sumar munum við bjóða uppá spennandi sumarnámskeið fyrir káta krakka á aldursbilinu 8 – 12 ára. Boðið verður uppá fjölbreytta dagsskrá þar sem lagt er áheyrsla á útiveru og skemmtileg verkefni. Nánari upplýsingar er hægt að finna ef smellt er á flipann merktan “Útilífsskóli Landnema” hér fyrir ofan.

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar! 😀

download

Gistinótt Drekaskáta

9.-10. apríl fór fr12969305_10154830166949126_1435566613_nam gistinótt fyrir drekaskáta. Skátarnir voru þá í 13 tíma í og við skátaheimilið sem stað sett er í Háuhlíð 9. Það mættu alls 16 Drekaskátar sem voru einhverjir að gista að heiman í fyrsta skipti. Veðrið var einstakt og nutu sín allir í botn. Farið var í gönguferðir í öskjuhlíðina, póstaleik og haldin kvöldvaka.

Þessi gistinótt hefði aldrei orðið að veruleika ef foringja nyti ekki við og eiga Alexander, Anna Eir og Bjartur miklar þakkir fyrir að gera helgina ógleymanlega.

Með skátakveðju,
Freysteinn Oddsson
Drekaskátaforingi

Vígsla Drekaskáta 3. mars

Landnemar vígðu 16 drekaskáta inn í skátahreyfinguna við hátíðlega athöfn þann 3. Mars. Þetta er kröftugur og öflugur hópur krakka á aldrinum 7-9 ára og er því mikil ánægja að hafa fengið þau inn í hreyfinguna, það liggur enginn vafi á að þau eiga eftir að afreka stóra hluti í framtíðinni.
Það var vel mætt af aðstandendum sem hafa fylgst með krökkunum taka sín fyrstu skref sem skátar. Fólk á öllum aldri kom upp í Háuhlíðina til þess að fylgjast með hvort sem að það voru afar, ömmur, yngri systkini eða eldri. Mikil gleði var við völd við athöfnina og að henni lokinni fengu börn jafnt sem fullorðnir svala og kex. Mikið verður gaman að fygljast með þessum hóp vaxa og dafna.

20160303_183219