Viðburðir

Sæl öll

Hér er listi yfir þá viðburði sem eru í boði á þessu starfsári.

1.-3. október 2021 – Ds. Húkk fyrir dróttskáta.
3. nóvember 2021 – Aðalfundur Skátafélagsins Landnema.
12. – 14. nóvember 2021 – Félagsútilega Landnema.
7. nóvember 2021- Fálkaskátadagurinn, dagsferð fálkaskáta.
29 nóvember – 3. desember 2021 – Síðustu fundir fyrir jólafrí.
9. desember 2021 – Jólafundur Landnema.


9. janúar 2022 – Afmæli Landnema
6. mars 2022 – Drekaskátadagurinn, dagsferð drekaskáta.
10.-12. júní 2022 – Landsmót drekaskáta, útilega fyrir drekaskáta.
30. – 3. júlí 2022 – Landsmót fálkaskáta, útilega fyrir fálkaskáta.
18. – 24. júlí 2022 – Landsmót rekka- og róverskáta, útilega fyrir rekka- og róverskáta.
3. – 7. ágúst 2022 – Landsmót dróttskáta, útilega fyrir dróttskáta.

Hér er hægt að fylgjast með viðburðum skátahreyfingarinnar.

Fundartímar í haust

Ný heimasíða verður komin í loftið eftir örfáar vikur. Á meðan þá eru þetta helstu upplýsingar fyrir starfið í haust. Endilega sendið póst á landnemi@landnemi.is ef þið eruð með spurningar.

Drekaskátar

Miðvikudagar kl. 17:30-18:45

Fálkaskátar

Þriðjudagar kl. 17:20-19:00.

Dróttskátar

Fimmtudagar kl. 17:45-19:45.

Fjölskylduskátar

2. sunnudag í mánuði kl. 11:00 – 12:00

Árgjaldið er 44.000 kr. Starfið hefst í vikunni 23.- 29. ágúst.

Skráning fer fram á https://www.sportabler.com/shop/landnemar

Sumarstarf

Drekaskátamót

Drekaskátamót verður haldið 5.-6. júní á Úlfljótsvatni þar sem er spennandi aðstaða til leikja og ýmsir dagskrármöguleikar í boði. Mótið er fyrir alla drekaskáta (f. 2011-2013) á landinu og þátttakendur mótsins koma því héðan og þaðan af landinu og frá mörgum skátafélögum. Þema mótsins er “Með sól í hjarta”. Við förum með rútu á mótið og gistum í tjöldum og á dagskránni er t.d. klifur, bátar, vatnasafarí, bogfimi og kvöldvaka. 

 

Landnemar útvega tjöld en skátarnir þurfa að koma með annan búnað. Útbúnaðarlista má sjá hér.


Mótsgjaldið er 5.900 kr. en í því er innifalin öll dagskrá, drekaskátamótsbolur og kvöldmatur og kvöldhressing á laugardagskvöldi. Annan mat þurfa börnin að koma með með sér, þ.e.:

-Hádegismat á laugardegi

-Kaffihressingu á laugardegi

-Morgunmat á sunnudegi

-Hádegismat á sunnudegi

 

Skráning fer fram á skatar.felog.is og er skráningarfrestur til 27. maí. Skátasamband Reykjavíkur sér um rútukostnað þannig að ekkert gjald leggst ofan á mótsgjaldið. Nánari upplýsingar um brottfarartíma koma þegar nær dregur.

 

Mótsstjórn drekaskátamóts hefur gefið út tvær varaáætlanir vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Hér eru plönin:

Plan A: Eins og lýst er hér að ofan.

Plan B: Mótinu yrði breytt í dagsferð á Úlfljótsvatni og því yrði ekki gist en skátarnir myndu fá að prófa að fara í klifurturn, bogfimi, báta, vatnasafarí og fleira sem boðið er upp á á venjulegu Drekaskátamóti. Helmingur skátafélaganna myndi koma á laugardegi en hinn helmingurinn myndi koma á sunnudeginum.

Plan C: Mótsstjórnin myndi senda hugmyndir að drekaskátamótsdagskrá og drekaskátamótsboli heim í skátafélögin sem skátafélögin geta nýtt til að halda útilegu eða drekaskátadag heima í félögunum einhvern tímann í sumar þegar aðstæður leyfa.

Landnemamót

Landnemamót verður haldið 12.-13. júní við Hvaleyrarvatn. Þetta er félagsútilega þar sem allir skátar í Landnemum koma saman. Gist verður í tjöldum og fá skátarnir að upplifa ýmis ævintýri í þessari útilegu. Landnemar munu útvega tjöld, mat og dagskrárefni. Þátttakendur þurfa að koma með annan útbúnað, sjá tillögu að útbúnaðarlista hér

Mæting er við Skátalund (kort) kl. 10:00 þann 12. júní. Við hvetjum skátana til þess að sameinast í bíla. Skátarnir skulu vera sóttir á sama stað kl. 14:00 þann 13. júní. 

 

Skráning fer fram á Sportabler og er frítt á mótið fyrir þá sem hafa greitt félagsgjald 2020-2021. Þessi útilega er frábær vettvangur fyrir þá sem eru að fara á Skátasumarið til þess að æfa sig að gista í tjaldi og fara í útilegu. Við hlökkum til að fá loksins að fara í útilegu með þessum flottu skátum! 

 

Skátalundur er skátaskáli eldri skáta í Hafnarfirði sem hafa útbúið útivistarparadís. Við skálann eru flatir þar sem skátar geta farið í útilegur, bálstæði og skógarrjóður og því hentugur fyrir flokka- og sveitarútilegur. Hægt er að finna frekari upplýsingar um svæðið hér.

 

Útilegan er skipulögð með þeim fyrirvara að samkomutakmarkanir séu í lagi og hafi ekki áhrif á útileguna. Einnig erum við meðvituð um hættu af gróðureldum og munum skoða stöðuna þegar nær dregur.

 

Skátasumarið

Skátasumarið er skátamót fyrir drekaskáta og eldri og verður haldið á Úlfljótsvatni. Landsmóti skáta 2020 var aflýst vegna COVID-19 og þetta mót kemur í stað þess.

 

Gjaldið sem þarf að greiða fyrir mótið er 39.000 kr. en innifalið í því er gistiaðstaða, dagskrá, matur og einkenni. Það gæti þó verið að eitthvað gjald leggist ofan á mótsgjaldið vegna sameiginlegs búnaðar Landnema og rútu. Systkinaafsláttur af mótsgjaldinu er 25% og er veittur af þátttökugjöldum vegna þáttöku barna umfram eitt. 


Frekari upplýsingar koma von bráðar! Hægt er að skoða nánari upplýsingar um mótið á heimasíðu mótsins http://skatamot.is/.

 

Engir fundir til 15. apríl

Vegna gildandi samkomutakmarkanna í samfélaginu verða engir skátafundir þangað til annað kemur í ljós. Þessar takmarkanir gilda a.m.k. til og með 15. apríl.

Í staðinn mælum við með því að skoða þessi verkefni og prófa þau heima!

Ný stjórn

Aðalfundur Skátafélagsins Landema var haldinn þann 25. febrúar. Á fundinum var Hulda María Valgeirsdóttir kjörin nýr félagsforingi Landnema og lauk þar með félagsforingjatíð Arnlaugs Guðmundssonar. Við þökkum Arnlaugi Guðmundssyni innilega fyrir mikil og vel unnin störf í þágu félagsins en Landnemar munu áfram njóta krafta hans því hann mun áfram sitja í stjórn Landnema.

Ragna Rögnvaldsdóttir ritari og Þóra Björk Elvarsdóttir gjaldkeri gengu úr stjórn og þeim þökkum við fyrir vel unnin störf.

Nýkjörin stjórn Landnema:
Hulda María Valgeirsdóttir, félagsforingi.
Védís Helgadóttir, aðstoðarfélagsforingi.
Arnlaugur Guðmundsson, gjaldkeri.
Ragnheiður Ásta Valgeirsdóttir, ritari.
Magnús Jónsson, meðstjórnandi.

Heill, gæfa, gengi!

Skátasumarið

Kæru Landnemar

Nú í sumar átti að vera haldið Landsmót skáta á Úlfljótsvatni – sem átti upprunalega að vera seinasta sumar á Akureyri. Vegna takmarkanna í samfélaginu hefur þessu skipulagi á Landsmóti Skáta verið breytt.

Nú í sumar verða haldin þrjú minni skátamót fyrir skátafélög landsins á Úlfljótsvatni. Hvert félag fær úthlutað sitt tímabil ásamt nokkrum öðrum félögum. Ákveðið var að minnka mótin svo um það bil 100 þátttakendur verða á hverju tímabili.

Landnemar hafa fengið sitt tímabil úthlutað og er það 7.-11. júlí 2021. Þetta verður því tímabilið sem fáum að mæta á Skátasumarið! Önnur félög sem verða á svæðinu með okkur eru Skjöldungar, Klakkur, Eilífsbúar, Vífill, Heiðabúar, Mosverjar og Faxi.

Mótið er opið fyrir öll aldursbil, drekaskáta og eldri. Frekari upplýsingar um mótið munu koma á næstunni en nú fara foringjar félagins á fullt að undirbúa þessa ferð.

Ef einhverjir voru skráðir og búnir að greiða fyrir Landsmót skáta 2020/2021, þá mun það gjald ganga upp í mótsgjaldið á þessu móti.

Takið dagsetningarnar frá, og við hlökkum til að fá loksins að fara í útilegu með ykkur!

Nýtt ár!

Starfið hefst af fullum krafti í vikunni 10.-16. janúar.

Foringjar munu hittast í þessari viku og fara yfir komandi tíma í samræmi við sóttvarnarreglur.

Fálkaskátadagurinn – breytt snið

Á laugardaginn var planið að heimsækja Vífil og halda upp á fálkaskátadaginn.

En í staðinn verður rafrænn viðburður!

Á föstudaginn verður sent út verkefni á alla fálkaskáta sem foringjar félagsins munu senda áfram til ykkar. Fálkaskátarnir senda svo inn lausnir á verkefninu og fara í lukkupott!

Á laugardeginum, 7. nóvember, kl 17:00 verður svo rafrænt BINGÓ sem Vífill stendur fyrir.

Þarf gefst fálkaskátum tækifæri á að „hittast“ og taka þátt í skemmtilegum viðburði fyrir þau.

Hér er svo linkur á BINGÓIÐ:https://us02web.zoom.us/j/88139961658…
Meeting ID: 881 3996 1658. Passcode: 268522.

Endilega látið orðið berast!

Fundir falla niður til 19. október

Kæru foreldrar og forráðamenn

Eftir blaðamannafundinn í dag hefur sú ákvörðun verið tekin að hvetja skátafélög til að færa alla fundi á netið til 19. október. Því munu engir skátafundir verða í Landnemum í næstu viku 12.-17. október.

Í staðinn ætlum við að deila inn fréttum á heimasíðuna okkar með verkefnum sem skátarnir geta unnið heima. Við bendum sérstaklega á Stuðkví verkefnin hér.

Einnig eru tveir viðburðir á næstunni en það verður Fjölskyldukakókviss þann 15. október og skátamót á netinu, Jota-Joti, 16.-18. október. Hægt er að finna frekari upplýsingar um þessa viðburði hér.

Pössum upp á hvort annað og förum varlega. Skátakveðja heim til allra!

Ef það eruð með einhverjar spurningar eða ábendingar endilega hafið samband á landnemi@landnemi.is.