Skráning hafin í Útilífsskólann

Skráning er hafin á sumarnámskeið Útilífsskólans. Skráningar fara fram í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/Landnemar

Útilífsskólinn heldur stórskemmtileg útilífsnámskeið fyrir krakka á aldrinum 8-12 ára, fædd árin 2009-2013 og eitt pollanámskeið fyrir 6-8 ára, fædd árin 2013-2015. Útilífsskóli Landnema byggir á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru náttúruskoðun, klifur, sig, rötun, útieldun, sund, skátaleikir og margt fleira. Starfssvæði Útilífsskóla Landnema er Hlíðarnar, Háaleiti og miðbær Reykjavíkur, en allir eru velkomnir.

Námskeiðin hefjast klukkan 09:00 og standa til 16:00. Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með nóg nesti yfir daginn. Þátttökugjald er 15.000 kr.-

Skátafundir hefjast á ný

Gleðifréttir! Skátafundir hefjast á ný frá og með 15. apríl. Fundir verða með hefðbundu sniði í næstu viku og hlakka foringjar mikið til að sjá ykkur! Í gær var dróttskátafundur og dróttskátarnir voru svo ánægðir að geta hist á ný að þeir bökuðu vöfflur!

Jólafrí

Komið sæl,


Næstkomandi mánudag 14. desember átti að halda sameiginlegan jólafund fyrir allar sveitir Skátafélagsins Landnema. En honum verður aflýst og reynt verður að halda annan viðburð á nýju ári.


Síðustu fundir fyrir jól eru núna í vikunni 7. – 13. desember og sjáumst við hress og kát á komandi ári!


Með ósk um gleðilega hátíð,
Skátafélagið Landnemar

Skátafundir hefjast á ný

Skátafundir hefjast á ný eftir sóttvarnarhlé í þessari viku 23. – 27. nóvember. Fundirnir verða að mestu leyti haldnir utandyra. Við hvetjum fólk til að muna eftir persónubundnum sóttvörnum. Einnig biðjum við foreldra ekki að koma inn í skátaheimilið.

Foringjarnir hlakka til að sjá ykkur!