ÚTIVISTARDAGUR Landnema.

Öll saman.

Fjörugur dagur. Útivist – Klifur – Áttaviti – Dagskrárpóstar.

Laugardaginn 16. apríl efna Landnemar til ÚTIVISTARDAGS fyrir Drekaskáta, Fálkaskáta, Drótttskáta og Rekkaskáta, – alla skáta Landnema.

Lagt verður af stað frá Skátaheimili Landnema kl. 13 og haldið fótgangandi suður í Öskjuhlíð. Þar eru frábær og fjölbreytt tækifæri til leikja og skemmtunar, – klifursvæði, eldstæði, leikjakjarnar og skógarsvæði og þar verður skipulögð dagskrá. Um kl. 15:30 munum við fá okkur heitt kakó og eitthvað í gogginn og verða áfram við leiki fram eftir degi.

Þá verða grillaðir hamborgarar handa hópnum enda öll orðin svöng. Eftir mat syngjum við nokkra skátasöngva við eld úti eða inni, allt eftir veðri en viðburðinum lýkur um kl. 20.

Ekki er nauðsynlegt að skrá sig sérstaklega, en gott að láta vita um þátttöku, t.d. á fimmtudag eða Fb skilaboðum á síðu Landnema. Verð kr. 500/- pr. þátttakanda.

Mætum nú sem flest, munum klæðum okkur eftir veðri.

Sjáumst sem flest!

LANDNEMAR.

Athugið: Þessi viðburður nú kemur í stað félagsútilegu sem fyrirhuguð hafði verið seinni hluta vetrar, en Vetrarskátamótið um mánaðarmótin jan./feb. setti strik í starfsáætlun vetrarins.

Landsmót skáta – Leiðangurinn mikli!

Landsmót skáta 2016 verður haldið við Úlfljótsvatn dagana 17 – 24 júlí. Landsmót Skáta er eitt stærsta skátamót sem haldið er á Íslandi og verður haldið í 29. skiptið, þema mótsins að þessu sinni er Leiðangurinn mikli.

Mótsgjaldið er kr. 54.000. Almennur skráningarfrestur er til 15. febrúar og vinsamlega athugið að eftir það hækkar mótsgjaldið um 5% eða í 56.700 krónur.

Innifalið í mótsgjaldinu er fullt fæði allan tímann, dagskrá, ofið mótsmerki, mótsbók, einkenni mótsins, mótsblað og allur undirbúningur og aðbúnaður á mótsstað. Boðið verður uppá að skipta greiðslum mánaðarlega með greiðsluseðil eða á greiðslukort. Greiðslum þarf að vera lokið fyrir 1. júní.

Skráning á mótið er þegar hafin á skráningarvef mótsins.

Allar frekari upplýsingar um mótið má finna á http://skatamot.is/.

landsmotsbanner

Afmælisdagur Landnema, – starfið hefst.

9. janúar 2016.

Landnemar fagna nýju ári með ferð „ÚT Í BLÁINN“ á 66 ára afmælisdeginum, næstkomandi laugardag, 9. janúar. Lagt verður af stað með rútu í boði Landnema laugardaginn kl. 13 (stundvíslega) og komið í bæinn aftur síðdegis eða um kl. 17.

Í fyrra fórum við líka í óvissuferð á þessum degi, þegar við fórum út í Gróttu. Ákvörðunarstaðurinn nú er líka óvænt en skemmtilegt útisvistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu, en þar verður útivistaruppákoma og síðan heitt kakó og veitingar inni í notalegu húsnæði.

Við bjóðum skátum, foreldrum/forráðafólki og systkinum endilega að koma og taka þátt í þessum fyrsta viðburði skátaársins 2016.

– Fjölmennum í afmælisferðina „ÚT Í BLÁINN“.

– Munum: Klæðnaður eftir aðstæðum!

Með kveðju, Landnemar

PS:

Skátafundir hefjast svo fimmtudaginn 14. janúar á venjulegum tímum:

  • Drekaskátar (8 – 9 ára) kl. 18 – 19
  • Fálkaskátar (10 – 12 ára) kl. 18:30 – 20
  • Dróttskátar (13 – 15 ára) kl. 20 – 21:30

Landnemar um jólin

Dróttskátar hafa lokið skátastörfum fyrir jól og eru mörg í skólaprófum.
Fálkaskátar ljúka fundum 10. des. en Drekaskátar halda sinn síðasta fund fyrir jól 17. desember.

… OG Á NÝJU ÁRI !
Starfið byrjar svo aftur með afmælisferð, ÓVISSUFERÐ Landnema hinn 9. janúar, merkisdegi en Landnemar voru stofnaðir þann dag árið 1950.
Ferðin er fjölskylduferð í boði Landnema.  – Nánar síðar hér!

GLEÐILEG JÓL !

LANDNEMAR HEFJA VETRARSTARFIÐ!

Fundir verða sem hér segir:

DREKASKÁTAR (8 – 9 ára): Fimmtudagar kl. 18:00 – 19:00.
Sveitarforingi: Freysteinn Oddsson. Aðstoðarsveitarforingjar: Bjartur og Alexander Máni.
Fundir hefjast 24. september. 

FÁLKASKÁTAR (10 – 12 ára): Fimmtudagar kl. 18:30 – 20:00.
Sveitarforingi: Kári Brynjarsson. Flokksforingjar: Þorvaldur, Bragi, Sæmundur og Daníela.
Fundir hefjast 29. september.

DRÓTTSKÁTAR (13 – 15 ára): Fimmtudagar kl. 20:00 – 21:30.
Sveitarforingi: Hlynur Steinsson. Aðstoðarsveitarforingjar: Egle Sipaviciute og Ólafur Valfells.
Fundir hefjast 24. september.

Munið:
Nauðsynlegt er að skrá skáta til starfsins á hverju starfsári.
Sjá heimasíðuna www.landnemi.is  – „Skrá mig í skátana“

Drekaskátar komnir í sumarfrí

Drekaskátar eru komnir í sumarfrí og það er ekki fundur í dag. Drekaskátar ætla hinsvegar að hafa lokafund þegar foringjar eru búnir í prófum. Dagsetning lokafundar verður auglýst síðar.

Gleðilegt sumar!

Sumardagurinn fyrsti. – Húrra!

Dagurinn nálgast.

Landnemar fagna á Klambratúni frá kl. 14 – 16. – Allar sveitir, allir skátar, fjölskyldur og vinir.
Hoppukastali – klifurturn – grill og skemmtilegheit.
Búum okkur vel eftir veðri og mætum tímanlega.

Athugið!
Viðburðurinn „SKÁTAR FAGNA SUMRI“ í Hallgrímskirkju sem hefst kl. 11, er að sjálfsögðu opinn fyrir alla, – Landnema sem aðra skáta og gesti, þótt við förum ekki þangað skipulega saman í hópi.

Gleðilegt sumar!
Landnemar

Aðalfundur Landnema 2015

Fundurinn var haldinn fimmtudaginn 5. mars s.l. í Háuhlíð 9. Félagsforinginn, Arnlaugur Guðmundsson setti fundinn og var Haukur Haraldsson kosinn fundarstjóri og Fríða Björk Gunnarsdóttir fundarritari. Aðalfundarstörfin fóru fram samkvæmt lögum félagsins; skýrsla stjórnar og reikningar afgreiddir en engar lagabreytingar lágu fyrir. Var svo gengið til kosninga en Kristinn Arnar, Kiddi og Sigurgeir Bjartur gáfu ekki kost á sér áfram. Í þeirra stað voru kjörnir Jónas Grétar, Jonni og Elmar Orri Gunnarsson. Voru Kidda og Sigurgeir þökkuð góð störf í fráfarandi stjórn og Jonni og Elmar boðnir velkominn til starfa í hinni nýju. Fleira lá ekki fyrir fundinum. Fundurinn var allvel sóttur og þótt hann hafi ekki verið átakamikill er hugur í Landnemum. – Enda bauð félagið fundarmönnum upp á pizzu til í fundarhléi!

Stjórn Landnema skipa nú: Arnlaugur Guðmundsson félagsforingi, Kári Brynjarsson aðstoðarfélagsforingi, Elmar Orri Gunnarsson gjaldkeri, Halldóra Hinriksdóttir og Jónas Grétar Sigurðsson meðstjórnendur.

– Kraftur í okkur enda hillir í Landnemamótið í Viðey seinnipartinn í júní, en mótsstjórnin hefur hafið störf fyrir all-löngu.

Félagsútilega Landnema 6. – 8. mars n.k.

Landnemar halda nú í félagsútilegu.

Ferðinni er heitið austur að Úlfljótsvatni. Þar gistum við góðar aðstæður í hlýjum og vistlegum skálum skátanna. Útilegan er fyrir alla skáta; Drekaskáta, Fálkaskáta, Dróttskáta og eldri. Dagskrárverkefni útilegunnar eru þó miðuð við hvert aldursstig skátastarfsins.

Mæting í Háuhlíð 9 kl. 19 á föstudag. – Þátttakendur hafi þá þegar snætt kvöldmat.

Brottför frá Úlfljótsvatni er kl. 14 á sunnudag, svo koma í Háuhlíð er um kl. 15. Verð: 7.500 kr. Vinsamlega greiðið með millifærslu í heimabanka: Kennitala Landnema: 491281 0659. Reikningur: 0111-26-510091 Mikilvægt! Skýring: Nafn skátans. Senda afrit kvittunar i tölvupósti til: landnemi@landnemi.is

Innifalið í verði: Fararstjórn, ferðir, matur, gisting, dagskrárgerð og efni.

Forráðafólk skáta beri ábyrgð á að klæðnaður og annar útbúnaður sé eftir aðstæðum. Sérhver þátttakandi ber ábyrgð á og gæti að eigin útbúnaði.

Forráðafólk skáta er að sjálfsögðu velkomið, en í samráði við foringja.