FUNDATÍMAR VETURINN 2017-18

Nú fer vetrarstarfið hjá okkur á fullt í næstu viku. Fundatímar og foringjateymi hafa verið staðfest og er eins og segir hér fyrir neðan. Vegna mikillar eftirspurnar á síðasta ári, bjóðum við upp á tvær drekaskátasveitir í ár, þær verða eins að öllu leiti svo hægt er velja þann tíma sem henntar betur. Allir fundir fara fram í skátaheimilinu okkar, Háuhlíð 9, 105 Reykjavík. Skráning fer fram inná skatar.felog.is. Veturinn kostar 30.000 kr og er hægt að nýta frístundakortið.
Hlökkum til að sjá og heyra í ykkur, ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við okkur á facebook síðunni eða á landnemi@landnemi.is.

Drekaskátar (7-9 ára)
Huginn: þriðjudagar kl. 17:00 – 18:00
Muninn: fimmtudagar kl. 17:00 – 18:00

Fálkaskátar (10 – 12 ára)
Þórshamar: miðvikudagar kl. 18:00 – 19:15

Dróttskátar (13 – 15 ára)
Víkingar: Miðvikudagar kl. 20:00 – 21:30

Rekkaskátar (16 – 18 ára) – fundastaður er breytilegur
Puttalingar: miðvikudagar kl. 20:00 – 22:00

IMG_1775 (2)

Foreldrafundur fyrir drekaskátamót 22. maí

Nú fer að líða að lokum hjá okkur okkur í drekaskátunum þennan veturinn. Síðustu tveir skátafundirnir eru núna í maí og svo endar starfið með ferð á drekaskátamót á Úlfljótsvatni 3. – 4. júní. Drekaskátamót er haldið á hverju ári í lok vetrarins en þar koma saman allir 7 – 9 ára skátar landsins og gista í tjöldum eina nótt.

Við ætlum að halda foreldrafund vegna mótsins, á mánudaginn næsta 22. maí kl. 19:40 beint á eftir drekaskátafundinum sem klárast 19:30.
Það er ýmislegt sem við þurfum að fara yfir, hvernig við ætlum að haga ferðamálum, matarmálum og þess háttar, eins sem okkur langar að heyra í ykkur hljóðið og þakka fyrir veturinn!
við vonumst til að sjá sem flesta!
IMG_0719

Páskar að baki, sumarið framundan!

Drekaskátar og fálkaskátar hittust í dag eftir páskafrí. Fálkaskátar héldu áfram að vinna í flokksfánum og var þá saumavélin dregin fram. Drekaskátar eru að fara af stað inn í dagskráhring með yfirskriftinni “Útivist” en á næstu vikum ætlum við að fara í eitt og annað gagnlegt tengt útiveru. Í næstu viku er frí vegna 1. maí en fundirnir halda svo áfram út maí, en síðustu fundir eru 29. maí. Vetrarstarfinu hjá drekaskátum líkur svo með ferð á drekaskátamót á Úlfljótsvatn 3. – 4. júní en fálkaskátar og eldri fara á Landnemamót í Viðey sem verður haldið 23. – 25. júní. Við minnum svo aftur á Útilífsskólann, sumarnámskeið sem verða hjá okkur í sumar fyrir 8-12 ára. Skráning er í fullum gangi!

Myndaalbúm – drekaskátar (7-9 ára)
Myndaalbúm – fálkaskátar (10-12 ára)

IMG_0666

Sumarfögnuður á Klambratúni

Jæja þá er komið að sumardeginum fyrsta! þeim degi höfum við skátar ávalt fagnað og höldum mikið uppá. Í ár eins og oft áður verðum við Landnemar með viðburð á Klambratúni þar sem allir eru velkomnir. Við ætlum að vera með kassaklifur, lítinn ratleik og varðeld þar sem hægt verður að grilla sykurpúða en einnig verður borgin með dagskrá á svæðinu og pulsur í boði á meðan byrgðir endast. Viðburðurinn stendur yfir frá klukkan 13:00 til 15:00 fimmtudaginn næsta, 20. apríl og hvetjum við sem flesta til að kíkja við og draga fjölskylduna með sér!

img_8517-2

Sumarstarfsmenn óskast

Útilífsskóli Landnema auglýsir eftir starfsmönnum fyrir sumarið. Starfsmenn þurfa að hafa áhuga á að vinna með börnum á aldrinum 8-12 ára, eiga auðvelt með samskipti, geta tekið frumkvæði vera jákvæð, drífandi og stundvís. Reynsla af skátastarfi eða öðrum æskulýðsstörfum er mikill kostur.

Óskum eftir:

  • Leiðbeinendum 18 ára og eldri .
  • Vinnuskólaliðum 9.-10. bekk, í gegnum Vinnuskóla Reykjavíkur.

Nánari upplýsingar um Útilífsskólann má finna hér http://www.landnemi.is/utilifsskoli/

Umsókn skal senda með tölvupósti á landnemi@landnemi.is
Frekari upplýsingar um starfið veitir Hulda María – huldamaria@skatar.is

546027_10150897900914268_740569658_n

Hress í Heiðmörk um helgina

Dróttskátar (13 – 15 ára) fóru í sveitarútilegu á skálann Vífilsbúð í Heiðmörk um helgina. Skátarnir gengu um svæðið, skoðuðu Maríuhella, grilluðu hamborgara yfir opnum eldi, vígðu nýja meðlimi og spiluðu hinn vinsæla leik, Capture the Flag. Nú tekur við tveggja vikna páskafrí hjá skátunum og öllu félaginu en við sjáumst aftur eftir páska, vikuna 24. – 28. apríl.

20170408_125908(0)

Dróttskátar í Vífilsbúð

Núna um helgina ætla dróttskátar (13-15 ára) að fara í sveitarútilegu. Förinni er heitið í skátaskálann Vífilssbúð í Heiðmörk og gist tvær nætur. Á dagskrá er ýmislegt skemmtilegt m.a. að fara í hellaskoðun, elda mat og svo verður formleg vígsla fyrir nýja meðlimi. Lagt verður af stað á morgun, föstudag kl. 20:00 frá skátaheimilinu Háuhlíð 9 (mæting 19:45). Útbúnaðarlista til viðmiðunnar er að finna inná vefnum http://www.landnemi.is/ferdir-og-utilegur/

Útilegugjaldið er 3.500 kr. og innifalið í því er gisting, dagskrá og kvöldmatur á laugardegi, annan mat þurfa krakkarnir að koma með sjálf.
Gjaldið er hægt að greiða inná reikning félagsins, eða með peningum við komu.

Kt: 491281-0659
Rn: 0111-26-510091
Skýring: nafn skáta
Senda kvittun á landnemi@landnemi.is

img_82092

Páskáfundur, páskafrí!

Í síðustu viku kláraðist vísinda dagskrárhringur drekaskáta, en þá fengum við heimsókn frá Ævari vísindamanni. Hann sat fyrir svörum og var heldur betur spurður út í ýmislegt tengt og ótengt vísindum. Myndir frá heimsókninni, sem og öðrum fundum er að finna í myndaalbúminu okkar, en þar koma reglulega inn nýjar myndir: https://goo.gl/wIWXsQ

Á morgun er síðasti fundur fyrir páska og því verður sérlegur páskafundur. Starfið hefst svo að nýju eftir páska mánudaginn 24. apríl og þá fer af stað útivistar dagskráhringur. Starfsárinu líkur með ferð á drekaskátamót, en það verður haldið á Úlfljótsvatni 3. – 4. júní. Nánar um það þegar nær dregur.

Í sumar verða Landnemar einnig með útilífsnámskeið fyrir krakka á aldrinum 7-12 ára sem er partur af Útilífsskóla skáta. Það eru tveggja vikna námskeið með dagsferðum þar sem m.a. er farið í sund, klifur og á báta en námskeiðunum líkur svo með einnar nætur útilegu. Við hvetjum alla til að kynna sér útilífsskólann nánar því hann er sko algjört ævintýri. Skráning, tímasetningar og verð kemur inn á vefinn á næstu dögum http://www.landnemi.is/utilifsskoli/IMG_0366

Sveitarútilega fálkaskáta við Hafravatn

Núna um næstu helgi 25. – 26. mars fara fálkaskátar í Þórshamri í einnar nætur útilegu við Hafravatn. Gist verður í tjöldum sem eru upphituð með kamínum en einnig verður aðgengi að skála ef nauðsyn krefur. Allur matur verður sameiginlegur og innifalinn í útilegugjaldinu sem eru 3000 kr. Þó er gott að taka með 2-3 lítra af vatni og leyfilegt er að taka með 100g af nammi. Útbúnaðarlista er að finna HÉR á vefnum en við minnum sérstaklega á að gott er að hafa höfuðljós, mataráhöld, ullarnærföt og ullarsokka. Hér eru glærur frá foreldrafundi með ítarlegri upplýsingum: https://goo.gl/oGxo1B

Mikilvægt er að ganga frá skráningu í félagið fyrir útileguna, en nokkrir eiga eftir að skrá/endurskrá sig í félagið – SKRÁ HÉR. Útilegugjaldið 3000 kr. er millifært inn á reikning:

Kennitala: 491281-0659
Reikningsnúmer: 0111-26-510091
Skýring: Þórshamar

Sjáumst hress á laugardaginn!

Untitled-1

Drekar sökkva sér inn í heim vísindanna

Í dag hófst vísinda dagskrárhringur hjá drekaskátum (7-9 ára). Við smíðuðum báta og sigldum þeim út í garði. Þau ætla næstu fjórar vikur að sökkva sér inn í heim vísindanna og skoða ýmsa hluti í náttúrunni og nærumhverfinu sem vekja áhuga. Hvers vegna fljóta sumir hlutir en aðrir ekki? Hvernig er hægt að sigrast á þyngdaraflinu?  Hvaðan kemur rafmagnið í húsin okkar?

Þessum spurningum og eflaust einhverjum fleiri verður svarað á næstu vikum hjá okkur í drekaskátunum. Í lok dagskráhringsins fáum við svo leynilega vísindaheimsókn, en meira um það síðar.

Dagskrá sveitarinnar: https://goo.gl/Okpjhh
Myndaalbúm sveitarinnar: https://goo.gl/wIWXsQ

Landnemar facebook: https://www.facebook.com/Landnemi

IMG_008222

Gullfiskurinn – hópurinn sem sigraði tímatökuna