Dróttskátafundir færast yfir á fimmtudaga

Frá og með þessari viku færast dróttskátafundir af mánudögum yfir á fimmtudaga milli klukkan 19:30 og 21:30. Næsti fundur verður því fimmtudaginn 17. október. Viðfangsefnin á þeim fundi verða af ýmsu tagi. Þannig verður farið í grunnatriði kortalesturs, rötunar og útbúnaðar sem undirbúningur fyrir dagsferð dróttskáta laugardaginn 19. nóvember. Þá fá þeir sem ekki hafa bakað kanelsnúða á eldstæðinu okkar tækifæri til að prófa það. Allir krakkar í 8. – 10. bekk eru velkomnir að koma og prófa.

Dagsferð drekaskáta verður á morgun sunnudaginn 6. október

Vegna veðurs var dagsferð drekaskáta frestað í dag 5. október. Farið verður á morgun sunnudaginn 6. október. Mæting klukkan 9:50 við skátaheimilið og komið til baka um klukkan 15. Farið verður í strætó að Rauðavatni þar sem gengið verður í kringum vatnið og skógurinn skoðaður. Ef einhver vill bætast í hópinn er hægt að skrá sig á skatar.felog.is. Ef einhver sem þegar er skráður kemst ekki má send póst á landnemi@landnemi.is. Vonandi komast sem flestir.

Kynningarfundur dróttskáta

Áhugasamur hópur unglinga mætti á sinn fyrsta dróttskátafund þar sem þemað var “bátar og bál”. Alls mættu 26 unglingar og var farið á báta á Hafravatni og sykurpúðar grillaðir í fjörunni. Takk Mosverjar fyrir lánið á bátunum! Hlökkum til að sjá alla aftur í næstu viku.

Hausthátið 8. september

Hausthátíð Landnema verður haldin sunnudaginn 8. september milli klukkan 13 og 15 í skátaheimlinu. Boðið verður upp á klifur, hækbrauð, sykurpúða, kakó og myndasýningu frá alheimsmótinu síðastliðið sumar. Allir velkomnir! Yngri og eldri Landnemar, foreldrar og fjölskyldur, útilífsskólakrakkar og starfsfólk og allir aðrir sem hafa áhuga á að kynna sér starfið í Háuhlíðinni.

Vetrarstarfið hefst 9., 10. og 11. september

Þá liggur fundardagskrá vetrarins fyrir.

Drekaskátar 2. – 4. bekkur: miðvikudagar klukkan 17:30-18:45. Foringjar verða Védís og Júlía
Fálkaskátar 5. – 7. bekkur: þriðjudagar klukkan 17:20-19:00. Foringjar verða Sigurgeir og Heiðdís
Dróttskátar 8. – 10. bekkur: mánudagar klukkan 19:30-21:30. Foringjar verða Margrét og Sigurður
Rekka og róverskátar áveða sinn fundartíma sjálfir.

Allir velkomnir! Við hlökkum til að sjá ykkur og bjóðum krakka í 8. -10. bekk sérstaklega velkomna til okkar þar sem áhersla verður lögð á að skapa ævintýri og upplifanir með vinum sem lifa áfram! 

Allir okkar foringjar starfa sem sjálfboðaliðar og við þökkum þeim kærlega fyrir að vera tilbúin til að gefa tíma sinn í að halda uppi kraftmiklu skátastarfi þannig að fleiri geti notið ævintýrisins.