Nýjung! Fjölskylduskátar

Stofn- og hugmyndafundur

Nýjung! Fjölskylduskátasveit fyrir foreldra og börn
– Átt þú barn á aldrinum 4 – 7 ára sem langar að taka þátt í skátastarfi?
– Ert þú til í að taka þátt í fjölskylduskátasveit þar sem foreldrar og börn koma saman?
– Ævintýralegir fjölskylduskátafundir úti og inni einu sinni í mánuði eru í bígerð.
– Kynningafundur þar sem hugmyndir fá að fljúga, verður haldinn í skátaheimili Landnema við Háuhlíð, kl. 11 sunnudaginn 8. nóvember.

Skráðu þig á fundinn hér.

Nánari upplýsingar gefur Ragna á netfanginu ragnarogn@gmail.com

Við hlökkum til að sjá ykkur.
Hulda, Inga, Ragna og Siggi

Fjölskylduskátastarf nágranna okkar í Skjöldungum var nýlega tilnefnt til foreldraverðlauna Heimilis og skóla.

Landnemar: Skátastarfið fer af stað 8.-10. september

Kæru skátar í Landnemum, við hefjum starfið 8.-10. september og hlökkum til að sjá ykkur þá á fyrstu skátafundum vetrarins.

Fundartímar verða óbreyttir frá því í fyrra:
– Drekaskátar (2-4 bekkur): Miðvikudagar 17:30-18:45
– Fálkaskátar (5.-7. bekkur): Þriðjudagar 17:20-19:00
– Dróttskátar (8.-10. bekkur): Fimmtudagar kl. 17:45-19:45
– Rekka- og róverskátar (16-25 ára) ákveða sinn fundartíma.

Það verður gaman að sjá nýja og reyndari skáta með í ævintýrum vetrarins. Á næstu mánuðum er fjöldi viðburða á dagskránni s.s. sveitarútilegur, félagsútilega, vetrarskátamót, og næsta sumar drekaskátamót, Landnemamót, landsmót skáta sem er stórkostleg upplifun og margt fleira er á döfinni í vetur.

Sjáumst í skátaheimilinu Háuhlíð 9.

Skráning fer fram í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/Landnemar

Endilega deilið sem víðast!