Sumardagurinn fyrsti 2019

Landnemar verða með dagskrá fyrir utan Sundhöllina á sumardaginn fyrsta milli 13:00 og 16:00.

Við verðum með hoppukastala og hægt verður að grilla hæk brauð.

Sömuleiðis verður hægt að kynna sér Útilífsskólann í sumar.

Búið er að opna fyrir skráningar inná skatar.felog.is

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Vetrarmót Rekjavíkurskáta

Vetrarmót Rekjavíkurskáta verður haldið í þriðja sinn helgina 26.-28. janúar 2018 í útivistarparadísinni á Úlfljótsvatni. Vetrarmótið er fyrir skáta úr skátafélögunum í Reykjavík frá aldrinum 10 ára og uppúr en skátar úr öllum skátafélögum í Reykjavík koma saman og skemmta sér.

Dagskráin á mótinu er með hefðbundinni skátadagsskrá: skátaleikjum, kvöldvöku, einstökum næturleik, póstaleik þar sem verður farið í skyndihjálp, klifur og sig, kyndlagerð og margt fleira.

Skráning fer fram inná skatar.felog.is og er skráningarfrestur til 25. janúar.
Það kostar 5.000 kr á mótið og þeir sem skrá sig fyrir 21. janúar fá 20% afslátt.

Greitt er með millifærslu á reikning Landnema.
Kennitala: 491281-0659
Reikningsnúmer: 0111-26-510091
Skýring: Kennitala skáta, félagsgjald
Senda síðankvittun á landnemi@landnemi.is

Mæting er í Hraunbæ 123 klukkan 19:30 á föstudagskvöldinu og heimkoma klukkan 16:00 á sunnudeginum.

Jólafundur og jólafrí

Á miðvikudaginn í næstu viku, 13. desember, verður jólafundur Landnema.
Mæting er klukkan 17:00 og er hann búinn 18:30.
Við ætum að vera með smá jólaskemmtun, syngja saman jólalög og dansa í kringum jólatréð.
Boðið verður uppá kaffi og piparkökur sem skátarnir hafa verið að skreyta. 
Foreldrar velkomnir.
Það verða engir aðrir fundir í vikunni.

Skátastarf hefst síðan aftur eftir jólafrí með afmæli Landnema 9. janúar.

 

Sund og pizzu partý fálkaskáta

Sund og pizzu partí

Fimmtudaginn 23. Nóvember ætla fálkaskátar að hittast í Grafarvogslaug.
Mæting er klukkan 18:00 og er partíið búið 21:30.
Við ætlum að fara í leiki, sund, borða pítsu og hafa gaman saman.
Skráning fer fram inná https://goo.gl/yrMtGa.
Hlökkum til að sjá sem flesta!

Félagsútilega Landnema 2017 3. – 5. nóvember.

Nú styttist óðum í félagsútilegu. Við ætlum að fara í Vindáshlíð og skemmta okkur.

Mæting er klukkan 18:30 í skátaheimili Landnema við Háuhlíð 9 föstudaginn 3. nóvember.

Áætluð heimkoma er klukkan 16:00 á sama stað á sunnudeginum.

Við biðjum ykkur að vera búin að borða fyrir mætingu.

Gjaldið fyrir útileguna er 9.000 kr og er innifalið rúta, gisting, matur og dagskrá alla helgina.

Skráning fer fram inná skatar.felog.is og er mikilvægt að skrá skátana sem fyrst.

Hlökkum til að sjá sem flesta!