Landnemamót í Viðey 2016

24 – 26 Júní

Gjald á mótið fyrir þáttakendur: 5000 kr.
Gjald á mótið fyrir starfsmenn: 2500 kr.
.
Landsbyggðin fær þúsund-kall í afslátt. (woop woop.)
Verðið hækkar um þúsund-kall fyrir bæði stafsmenn og þáttakendur 19. júní. Á slaginu!
(Mótsgjaldið verður þá 6.000 kr. fyrir almenna þátttakendur og 3.500 fyrir starfsmenn).

13458755_1155461841183190_617865867370763769_o

Allir þátttakendur undir 18 ára aldri þurfa að skrá sig í sveit, og hver sveit þarf að hafa að minnsta kosti EINN fararstjóra sem er eldri en 18 ára.

Fararstjórar skátasveita fá frítt á mótið.

Þeir skátar sem eru skráðir sem starfsmenn eru á ábyrgð mótsins, og þurfa þar af leiðandi ekki sérstakan fararstjóra. Hverju félagi verður úthlutaður ferjutími þegar nær dregur mótinu. Starfsmenn þurfa að vera 16+

Flýttu þér að skrá þig, skráðu vini þína, skráðu skátaforingjann þinn, skráðu ömmu þína. Komdu þér út í Viðey!

http://secure.skatar.is/felagatal/eventregistration.aspx

Nánari upplýsingar og upplýsingaflæði er hægt að nálgast á facebook síðu mótsins “Landnemamót á Viðey”

https://www.facebook.com/videyjarmot/?fref=ts

13271602_10206535617290307_1259848312_o

Vetrarstarfið hefst

Jæja kæru Landnemar, nú fara vikulegir fundir aftur í gang eftir sumarið. Fundirnir hefjast í þessari viku samkvæmt dagskránni sem er að finna hér fyrir neðan.

Mæting er fyrir alla krakka á fundi fyrir þeirra aldursbil í vikunni. Það er um að gera að draga vini með sér að koma að prufa á fyrstu fundi, það kostar ekkert
að prufa nokkur skipti.

Það þarf að skrá alla, bæði gamla og nýja meðlimi félagsins fyrir starfsárið 2013 – 2014. Árgjaldið er 20.000 kr. og er 20% systkinaafsláttur fyrir þau systkini sem koma á eftir því fyrsta. Hægt er að greiða bæði með millifærslu og á skrifstofu félagsins.

Rn. 0111-26-510091

Kt. 491281-0659

Sjáumst hress og fersk eftir sumarið í Háuhlíðinni í vikunni.

Fjölskylduútilega Landnema – dagsetningu breytt

Fjölskylduútilega Landnema verður haldin 9. –  11. ágúst. Þetta er tækifæri fyrir alla fjölskylduna að kynnast skátastarfi. Gist verður í tjöldum og verða fjölskyldur að koma með sín eigin tjöld. Ef það er vandamál eiga Landnemar líka einhver tjöld sem er hægt að fá lánuð.

Við viljum einnig benda á að ekki er nauðsynlegt að koma með fjölskyldunni, skátaflokkurinn getur einnig mætt sjálfur eins og í öðrum útilegum.

Við stefnum á að hafa útileguna á tjaldsvæðinu í Heiðmörk.

Endilega skráið ykkur sem fyrst. Þá koma fleiri upplýsingar í tölvupósti á þá sem eru skráðir. Þetta er til þess að vera ekki að senda óþarfa tölvupóst á þá sem ekki ætla að koma!

Ýtið hér til að skrá — Skráning

 

Sumarstarf Landnema

Í sumar mun skátafélagið halda úti sumarstarfi. Þessir viðburðir eru opnir öllum skátum í Landnemum. Sumarstarfið eru þrjár dagsferðir sem þarf að skrá sig í. Hver dagsferð kostar 1000 kr. Mæting er í skátaheimili Landnema, klukkan 16:30.

Miðvikudaginn 10. júlí – Óvissuferð

Miðvikudaginn 17. júlí  – Vífilsfell

Miðvikudaginn 24. júlí  – Hellaskoðun

Hérna má nálgast skráningarformið:

https://docs.google.com/forms/d/1gjvcBGsnDoPn-v8Hfr0vg_fzk5TATGVQQHncv8xLVPA/viewform

Einnig verður haldin fjölskylduútilega helgina 7. – 9. ágúst. Þessi útilega er fyrir alla fjölskylduna en auðvitað mega skátarnir koma sjálfir ef fjölskyldan er upptekin. Þetta er frábært tækifæri fyrir fjölskylduna til að kynnast skátastemmingunni.

Nánari upplýsingar um útileguna koma seinna en þá verður staðsetning og dagskrá kynnt.

Viðeyjarmót 2012! skráning komin af stað

Í sumar verður að venju haldið Viðeyjarmót. Í ár er þemað “þar sem ævintýrin gerast” og mun tjaldbúðin, dagskráin og stemmingin einkennast af spennandi og eftirminnilegum ævintýrum. Í ár er mótið einum degi styttra en venjulega og er því tvær nætur í stað þriggja. Það er venja að hafa mótið styttra á landsmótsárum. Mótið verður samt sem áður frábær skemmtun og ekki síðra en síðustu ár. Mótið er einnig frábær undirbúningur fyrir alla skáta sem ætla á landsmót.

Skátarnir eru skráðir í sveitum. Landnemar munu auðvitað fjölmenna útí Viðey í ár og hér fyrir neðan er hægt að skrá sig í sveit Landnema.

Skráning

 

Viktoría að blása í didgeridoo

Myndin er tekin á Viðeyjarmóti 2010. Frumbyggjar í Viðey

Sumardagurinn fyrsti

Kvöldið fyrir sumardaginn fyrsta munu skátar í Landnemum gista í skátaheimilinu og eru allir skátar félagsins velkomnir. Mæting er klukkan 20:00. Skátarnir munu vakna snemma og fara niður á Arnarhól til að taka þátt í skrúðgöngunni. Skátarnir munu síðan taka þátt í skátamessu klukkan 11:00 í Hallgrímskirkju. Eftir skátamessuna verður farið aftur uppí skátaheimili og þar verður grillað í boði Landnema. Ætlast er til að skátarnir hafi klút og landnemapeysu/skátaskyrtu meðferðis. Skátarnir þurfa að taka með morgunmat.

Landvættaútilega

Um helgina verður farið í Landvættaútilegu í Hvalfirðinn. Það er mæting kl. 17:30 í skátaheimilið og fer rútan þaðan stuttu síðar. Við komum til baka kl. 16:00 á sunnudaginn.

Matur

Þátttakendur eiga að koma með:

  • 2x Morgunmat
  • 2x Síðdegishressingu
  • 2x Kvöldhressingu (við bjóðum upp á heitt kakó)

Kostnaður

4000 kr. Innifalið er rútuferð, gisting, dagskrá, hádegismatur á laugardegi og sunnudegi, kvöldmatur á laugardegi.

Umsjón

Umsjónarmenn þjálfunarinnar er Elmar (661-6482) og Henry (898-7912).

Útbúnaður

Pakkið nákvæmlega eftir útbúnaðarlistanum í vatnsheldan poka. Gott er að setja föt o.þ.h. í plastpoka. Landvættir útvega efni í tjaldbúð og eldunarbúnað fyrir þátttakendur.

Útbúnaðarlisti fyrir útileguna

Sveitarútilega Víkinga

Farið verður í sveitarútilegu Víkinga í Hleiðru þann 26. Febrúar næstkomandi. Mæting verður upp í skátaheimili klukkan 19:00 og lagt af stað þaðan klukkan 20:00.

Við þiggjum alla þá bíla sem tilbúnir eru í að keyra með okkur upp eftir.

Kostnaður í útileguna er 1000. kr og í því er innifalið skálagjald.

Krakkar þurfa að sjá fyrir öllum mat sjálf en við reddum eldunarfærum.

Continue reading

Víkingar í Vífilsbúð

Helgina 30. okt til 1. nóv ætlar Dróttskátasveitin Víkingar í útilegu upp í Vífilsbúð. Verð í útileguna er 2500 kr á einstaklinginn og inn í því er sameiginlegur kvöldmatur á laugardegi. Þema útilegunnar er Halloween og er því búningaskylda á kvöldvökunni. Mæting er upp í skátaheimili klukkan 19:30 þar sem raðar verður í bíla og svo lagt af stað skömmu eftir það því hvetjum við fólk til að vera mætt tímanlega. 1000 kr afsláttur handa barni þess foreldis sem getur skutlað í útileguna en við leitumst eftir 2 foreldrum. Sofið verður á dýnum og því eru krakkar sem ætla að koma með sæng hvattir til að taka lak með sér líka en þó mælum við með svefnpokum. Við vonumst til að sjá sem flesta á föstudaginn.  Þeir sem hafa einhverjar frekari spurningar eða hafa áhuga á að skutla geta hringt í Stefán í síma 6610989 eða Sigurgeir í síma 8670604.