Vetrarstarfið hefst

Jæja kæru Landnemar, nú fara vikulegir fundir aftur í gang eftir sumarið. Fundirnir hefjast í þessari viku samkvæmt dagskránni sem er að finna hér fyrir neðan.

Mæting er fyrir alla krakka á fundi fyrir þeirra aldursbil í vikunni. Það er um að gera að draga vini með sér að koma að prufa á fyrstu fundi, það kostar ekkert
að prufa nokkur skipti.

Það þarf að skrá alla, bæði gamla og nýja meðlimi félagsins fyrir starfsárið 2013 – 2014. Árgjaldið er 20.000 kr. og er 20% systkinaafsláttur fyrir þau systkini sem koma á eftir því fyrsta. Hægt er að greiða bæði með millifærslu og á skrifstofu félagsins.

Rn. 0111-26-510091

Kt. 491281-0659

Sjáumst hress og fersk eftir sumarið í Háuhlíðinni í vikunni.

Félagsútilega í mars

Loksins, loksins FÉLAGSÚTILEGAN!

Landnemar blása til félagsútilegu 9. – 11. mars n.k. að okkar eigin Úlfljótsvatni.
Lagt verður af stað frá skátaheimilinu að Háuhlíð 9 föstudag kl. 19:30 og áætluð heimkoma er á sunnudag kl.16.
Þátttökutilkynningar og upplýsingar:
karibrynjarsson (hjá ) gmail.com

Spenningur og tilhlökkun er meðal Landnema fyrir útilegunni enda neyddumst við til að fresta henni í janúar vegna veðurofsa og ófærðar.

Sjáumst kát í félagsútilegunni!

Jólafundur

Jólafundur Landnema verður haldinn sunnudaginn 19. desember. Skátarnir eiga að mæta vel klæddir klukkan 14:00 í skátaheimili Landnema, Háuhlíð 9. Þar munu þeir takast á við krefjandi jólaverkefni sem miðast við að bjarga jólunum. Eftir leikinn verður boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur, líkur dagskránni klukkan 17:00.

Skátarnir þurfa að koma klæddir eftir veðri.

Með skátakveðju,

Stjórn Landnema

Hvaða flokkur bjargar jólunum?

Jamboree 2011

Við fáum heimsókn frá fararstjórninni á miðvikudaginn 3. febrúar klukkan 19:00. Allir að mæta og kynna sér mótið!

Alheimsmót skáta (e. World Scout Jamboree) er haldið fjórða hvert ár og er ætlað skátum á aldrinum 14 til 17 ára. Þangað koma skátar frá flestum þjóðum heims og er því um einn stærsta viðburð í skátastarfi að ræða.

22. Alheimsmót skáta verður haldið í Rynkaby við Kristianstad í suðurhluta Svíþjóðar 27. júlí til 7. ágúst 2011. Þema mótsins er „Simply Scouting“.

Alheimsmót skáta er einstakt ævintýri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara!

Heimasíða íslenska hópsins

Heimasíða mótsins

Afmæli Landnema

Afmælishaldið var með fjölbreyttum hætti: Víðavangsleikur sem var opinn þátttöku fyrir alla skáta, mótttaka fyrir gesti félagsstjórnar Landnema í skátaheimilinu í Háuhlíð 9 og síðast en ekki síst, “skátavaka” opin eldri sem yngri Landnemum, skátum og skátavinum. Einnig var skátaheimilið opið til sýnis ásamt sérstakri sýningu á ljósmyndum og skátamunum.

Yfir 300 manns heimsóttu félagið á afmælisdeginum, þar á meðal Landneminn herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, en hann starfaði með Landnemadeild sem ungur maður. Auk hans heiðruðu Landnema skátahöfðingi Íslands, formaður stjórnar Skátasambands Reykjavíkur . Kveðjur og gjafir bárust félaginu m.a. frá SSL (styrktarsamtökum eldri Landnema), skátafélögum, borgarstjóra og samstarfsfélögum í hverfinu.

Eru Landnemar himinlifandi yfir afmælisdeginum og þakka fyrir sig.

Félagsfundur 9. september

Miðvikudaginn 9. september veður félagsfundur fyrir skáta í Landnemum. Þar koma nýir og gamlir félagar saman en aldursstigunum er skipt niður á mismunandi tíma. Nýir félagar verða flokkaðir í sveitir og kynnast þá sveitarmeðlimum og foringjum. Sveitirnar fá afhenta dagskrá fyrir fyrri hluta vetrarins og aðrar nauðsynlegar upplýsingar.

17:00  Drekaskátar 7-9 ára

18:00   Fálkaskátar 10-12 ára

20:00 Dróttskátar 13-15 ára