Þrifakeppni

Í þessari viku voru það þrjár sveitir sem voru jafnar í fyrsta sæti. Allar stóðu sig með prýð og skildu mjög vel við húsið. Það má segja að það hafi verið mikið jafnræði milli aldursstiga en það var ein sveit á hverju aldursbili sem vann þessa vikuna.

Þetta voru skátasveitirnar:

  • Huginn & Muninn
  • Duraþór
  • Víkingar

Úrslit vikunnar

Í vetur munu starfsmenn fara yfir skátaheimilið eftir hvern skátafund og dæma hversu vel skátarnir skilja við skátaheimilið sitt.
Þessa vikunna voru það skátarnir í fálkaskátasveitinni Þórshamri sem stóðu sig best.  Til hamingju!

Þrifakeppni Landnema

Í vetur mun standa yfir þrifakeppni og munu starfsmenn félagsins skoða skátaheimilið eftir skátafundi. Það verður tilkynnt í hverri viku hverjir stóðu sig best í vikunni sem leið. Verðlaunin verða hinsvegar afhent fyrir snyrtilegasta flokkinn fyrir og eftir áramót.

Þegar fundi er lokið gengur starfsmaðurinn með sveitaforingjanum um heimilið og fara yfir þau herbergi sem notuð voru á fundinum. Flokkarnir fá svo stig fyrir góða umgengni í flokksherbergjum og öðrum rýmum þar sem starfið fór fram. Ef illa er gegnið um sameiginleg svæðið í húsinu eins og anddyri og forstofu missa allir flokkarnir í sveitinni stig. Athugið að slæm umgengin í forstofu á meðan fundinum stendur getur dregið niður stig.

Continue reading