
- This event has passed.
Vetrarskátamót 2016
29. January 2016 kl. 19:30 - 31. January 2016 kl. 17:00
kr.4000Æsilegur vetrarviðburður er framundan eins og kynnt hefur verið, VETRARMÓT REYKJAVÍKURSKÁTA 2016 að Úlfljótsvatni, dagana 29. – 31. janúar.
Mótið er fyrir fálkaskáta, dróttskáta, rekka, róver og eldri. Fjölbreytt dagskrá verður, m.a. klifur, sig, Víkingaleikar og næturleikurinn ógurlegi. Gisiting í góðum húsakosti Úlfljótsvatns en þeir sem vilja, geta (að mati fararstjóra) og hafa útbúnað til, mega sofa í tjöldum. Takið eftir hve mótgjaldið er lágt, kr. 4.000 en Skátasamband Reykjavíkur tekur verulegan þátt í kostnaði.
Við Landnemar förum alveg óð og uppvæg, fararstjóri Landnema er Anna Eir Guðfinnudóttir.
Skráning er hafin á https://secure.skatar.is/felagatal/eventRegistration.aspx