Hvatakerfið

Drekaskátar (7 – 9 ára)

Við vígslu fá drekaskátar fyrsta merki drekaskáta. Þá safna drekaskátar límmiðum eða stimplum á spjald í  skátaheimilinu. Hægt er að fá tvo límmiða fyrir hvern viðburð sem skátinn tekur þátt í . Annar er fyrir að koma á réttum tíma og í  skátabúning og hinn er fyrir þátttöku í  anda skátaheitis og skátalaga. Pláss er fyrir 25 límmiða á einu spjaldi. Hægt er að hafa sérstaka límmiða fyrir einstaka viðburði. Þegar skátinn hefur lokið einu spjaldi getur sveitarforingi veitt honum sérstaka viðurkenningu og síðan hefur skátinn söfnun límmiða á nýtt spjald. Ef skátinn hefur lokið a.m.k. tveimur spjöldum við lok starfsárs er hann tilbúinn til þess að hefja næsta áfanga og fær merki því til staðfestingar. Hægt er að fá þrjú merki á starfstí mabilinu (eitt á ári). Brons, silfur og gull.

Fálkaskátar (10 – 12 ára)

Við vígslu fá fálkaskátar fyrsta merki fálkaskáta. Þá safna fálkaskátar perlum á streng sem er hafður sýnilegur. Skáti fær perlu fyrir að ljúka vinnu að markmiði á fullnægjandi hátt (rifflaðar perlur) og fyrir þátttöku í  dagsferðum, útilegum og skátamótum (sléttar perlur). Ef skátinn hefur safnað að minnsta kosti 15 markmiðaperlum við lok starfsárs er hann tilbúinn til þess að hefja næsta áfanga og fá merki því  til staðfestingar. Hægt er að fá þrjú merki á starfstímabilinu (eitt á ári).

Markmið starfsins eru sett af sveitarráði. Það ákveður hvaða verkefni sveitin tekst á hendur til þess að vinna að markmiðunum. Nokkur verkefni geta myndað eina heild. Eðli markmiðsins ræður því  hvernig mati á því  er háttað. Stundum er nóg að skátinn taki þátt í  verkefnum, leikjum og umræðum. Stundum þarf skátinn að sýna fram á ákveðna færni. Kynna þarf öllum skátunum í  sveitinni þau markmið sem unnið er að. Þeir þurfa einnig að vita fyrir fram hvaða kröfur eru gerðar til þeirra til þess að þeir fái afhenta perlu. Hvetja má skátanna til þess að skreyta perlurnar sínar og afhenda sérstakar perlur í  útilegum, dagsferðum og við önnur sérstök tækifæri.

Perlur

 • Rifflaðar: Markmiðaperlur
 • Sléttar: Sveitarútilegur
 • Gular: Dagsferðir
 • Bláar: Félagsútilegur
 • Rauðar: Skátamót


Dróttskátar (13 – 15 ára)

Við vígslu fá dróttskátar fyrsta merki dróttskáta. Þá safna dróttskátar hvatamerkjum á hnút. Skáti fær hvatatákn fyrir að ljúka vinnu að markmiði á fullnægjandi hátt og fyrir þátttöku í  dagsferðum, útilegum og skátamótum. Dróttskátinn fær hvatatákn fyrir hver fimm markmið sem unnið er að eða ferðir sem farið er í . Hægt er að fá þrjú hvatatákn á ári, þá hefur skátinn unnið að 15 markmiðum með fullnægjandi hætti. Ef skátinn hefur safnað að minnsta kosti 3 hvatatáknum við lok starfsárs er hann tilbúinn til þess að hefja næsta áfanga og fá merki því  til staðfestingar. Hægt er að fá þrjú merki á starfstímabilinu.

Hvatatáknin geta verið margskonar en sama matskerfi liggur að baki:

 • Hvatatákn gefin út af BíS (gull, silfur og brons).
 • Frjáls sköpun dróttskátans.
 • Dróttskátarnir skapa sitt eigið hvatatákn fyrir þá vinnu sem þeir hafa lagt í  markmiðin. Hvatatáknið hefur þá persónulegri skírskotun og/eða er tákn fyrir upplifun og reynslu sveitarinnar.

Markmið starfsins eru sett af sveitarráði sem í  sitja sveitarforingi, aðstoðarsveitarforingjar og flokksforingjar. Sveitarráðið ákveður hvaða verkefni sveitin tekst á hendur til þess að vinna að markmiðunum. Nokkur verkefni geta myndað eina heild. Eðli markmiðsins ræður því  hvernig mati á því er háttað. Stundum er nóg að skátinn taki þátt í  verkefnum, leikjum og umræðum. Stundum þarf skátinn að sýna fram á ákveðna færni.

Rekkaskátar (16 – 18 ára)

Lokatakmark skátastarfs rekkaskátans er að fá Forsetamerkið og leiðin þangað á að vera gefandi og þroskandi fyrir rekkaskátann. Ólíkt drekaskátum, fálkaskátum og dróttskátum þá er lítið gert úr sýnilegum táknum á búning á vegferðinni að Forsetamerkinu en eftir að skáti hefur fengið forsetamerkið þá ætti hann að bera það stoltur á hátíðarbúning sínum það sem eftir er.

Eftirtalið þarf að uppfylla til að fá Forsetamerki:

 • Rekkaskáti hefur unnið á fullnægjandi hátt að lágmarki 40 markmiðum á ferlinum með jafnvægi á milli allra fimm þarfanna.
 • Rekkaskáti hefur staðist eitt sérpróf sem tilheyrir hverju eftirtalinna sviða:
 • stjórnun
 • ferðamennsku
 • fyrstu hjálp
 • sérpróf að eigin vali.

Öll markmið og sérpróf þarf að skrá í þar til gerða ferilskráningarbók og skila til umsjónarmanns Forsetamerkisins í Skátamiðstöðinni til yfirlestrar og samþykkis. Ferilskráningarbók er skilað aftur til eiganda.

Athugið að rekkaskátar verða að sækja sérstaklega um að fá Forsetamerkið og er hægt að hafa samband við BÍS varðandi umsókn og er umsóknarfrestur ávallt auglýstur sérstaklega.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.