Merki félagsins

Reglur um félagsmerki skátafélagsins Landnema:

 1. Heimild til að nota félagsmerkið og skilyrði
  1. Skátafélaginu Landnemum er heimilt að nota félagamerkið í markaðsefni, greinum og á heimasíðu sinni, tölvupóstum og öðru efni sem gefið er út undir nafni félagsins.
  2. Skátafélagið Landnemar heimilar félagsmönnum sínum notkun á félagsmerkinu í afmörkuðum tilgangi, svo sem til að gefa til kynna aðild að félaginu á eigin heimasíðu og/eða samfélags­miðlum. Almennum félagsmönnum er óheimilt að nota félagsmerkið til að merkja efni sem notað er í auglýsingaskyni eða í útgáfu sem ekki er á vegum félagsins.
  3. Einnig má nota merkið í samstarfsverkefni með þriðja aðila að uppfylltum sömu skilyrðum enda sé það gert með samþykki stjórnar félagsins. Leiki vafi á heimild til notkunar skal sækja um formlegt leyfi til skátafélagsins Landnemar.
  4. Notkun skal ávallt vera samræmi við siðareglur og grunngildi Bandalags íslenskra skáta sem og landslög.
 2. Afleiðingar og viðurlög sem óréttmæt notkun félagsmerkisins hefur í för með sér
  1. Sé aðili uppvís af óréttmætri notkun félagsmerkis, eru fyrstu viðbrögð félagsins að senda þeim aðila kröfu um að notkun félagsmerkisins verði hætt strax og það fjarlægt af þeim miðli þar sem það hefur verið birt með óréttmætum hætti.
  2. Eftir atvikum ber að farga útgefnu efni.
 3. Réttindi og skyldur skátafélagsins Landnemar gagnvart þeim sem notar félagamerkið
  1. Skátafélagið Landnemar birtir á heimasíðu sinni leiðbeiningar til félagsmanna um notkun félagsmerkisins, og í hvaða aðstæðum þeim er heimilt að nýta það.
  2. Skátafélaginu Landnemar ber að tilkynna aðila sem verður uppvís að óréttmætri notkun félags­merkisins áskorun um að hætta þeirri notkun, sjá lið 2.1.
  3. Verði félagsmaður ekki við kröfu skátafélagsins Landnema um að hætta notkun félags­merkisins með öðrum þeim hætti en sem heimilt er skv. lið 1, áskilur skátafélagið sér rétt til þess að vísa viðkomandi félagsmanni úr félaginu.
  4. Sé um að ræða misnotkun utanaðkomandi aðila á félagsmerkinu áskilur skátafélagið Land­nemar sér rétt til þess að vísa málinu til Neytendastofu til úrskurðar og í framhaldi til dómstóla ef þörf krefur.
 4. Aðild að skátafélaginu Landnemar
  1. Skátafélagið Landnemar er opið öllum þeim einstaklingum er hafa áhuga á skátastarfi og vilja vinna á einn eða annan hátt að markmiðum félagsins sem lýst er í 3. gr. laga þess. Sjálfráða félagar verða að undirrita skjal sem heimilar landssamtökum skáta að leita eftir upplýsingum um viðkomandi úr Sakaskrá ríkisins.
  2. Til að geerast félagi í skátafélaginu Landnemar þarf viðkomandi að vera á öðru grunnskólaári við innritun eða eldri. Leyfi foreldris eða forráðamanns þarf sé viðkomandi ekki sjálfráða. Hver og einn telst félagi ef félagsstjórn eða fulltrúi hennar hefur samþykkt inntökubeiðni hans, skráð hann í félagatal og tekið við greiðslu árgjalds. Félagi sem ekki stendur skil á árgjaldi til félagsins er ekki fullgildur félagi.