Félagsútilega

Félagsútilega Landnema verður helgina 8. til 10. október og er ferðinni heitið í Skorradal, nánar tiltekið í Skátafell. Útilegan er fyrir fálkaskáta og eldri. Sérstök dagskrá er í boði fyrir fálka- og dróttskáta auk þess að einstaka dagskráliðir verða sniðnir að rekkaskáta aldrinum. Skátarnir eru beðnir um að skrá sig fyrir fimmtudaginn 7. október á skráningarsíðunni.

Það kostar 6.500 krónur fyrir fálkaskáta í útileguna og innifalið í því er: gisting, matur, rútuferð og dagskrá.

Ef þið hafið spurningar varðandi útileguna hafið þá samband í síma 561 0071 á skrifstofutíma eða sendið tölvupóst á landnemi(hjá)landnemi.is.

Foreldrafundur fyrir útileguna verður haldinn á fimmtudaginn kl. 18:00 í skátaheimilinu.

Skrá mig!

Almennar upplýsingar

Hvar á mæta og kl hvað?

Mæting kl. 18:00 í skátaheimili Landnema

Hvenær verður komið í bæinn?

Rútan kemur aftur í skátaheimilið klukkan 16:00

Hver er endanlegur kostnaður?

6500 kr. Innifalið í því er matur, rútuferð, gisting og dagskrá.

Hvar er útilegan haldin?

Skátafelli í Skorradal.

Í hvaða símanúmer er hægt að hafa samband í útilegunni?

Elmar 6616482

Útbúnaðarlisti

Fatnaður

 • Ullarnærföt eða sambærilegt
 • 2 pör sokkar t.d. ull eða thermo
 • Nærföt til skiptanna
 • 2 stk peysur
 • 2 pör buxur (ekki gallabuxur)
 • Vettlingar
 • 1 stk. flíspeysa eða ullarpeysa
 • Trefill
 • Húfa eða lambúshetta
 • Vatns- og vindþolin hlífðarföt
 • Gönguskór
 • Inniskór
 • Náttföt (ekki nauðsynlegt en heppilegt)
 • Skátabúningur ( félagspeysa – alla vega klútur)

Almennur útbúnaður

 • Svefnpoki (má vera lítill koddi með)+
 • Bakpoki
 • Vasaljós (athuga áður hvort í lagi – auka batterí)
 • Tannbursti og tannkrem
 • Þvottastykki og lítið handklæði
 • Sápa (í hulstri)
 • Hárbusti / greiða
 • Áttaviti (ef viðkomandi kann á hann eða vill fá leiðsögn)
 • Myndavél (ath hver ber ábyrgð á því sem hann kemur með)
 • Lesefni (ekki þungar bækur)
 • Vasahnífur
 • Lyf (ef þörf er á slíku – þarf þá að láta foringja vita)

Dróttskátar eiga líka að koma með:

 • Einangrunardýna
 • Dagsferðapoki
 • Vatnsflaska (1 líter)
 • Göngursnarl (orkupoki með hnetum o.fl.)

Skátarnir eiga ekki að koma með nammi, gos eða orkudrykki í útileguna.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.