Hvað gerir maður í skátunum?

Í skátunum eru skátasveitir eða hópar sem eru flokkaðir eftir aldri:

Hver sveit hittist einu sinni í viku á skátafundum. Fundirnir geta verið jafn ólíkir og þeir eru margir. Dagskráin er skipulögð í svokölluðum dagskráhring, en það er 3-5 vikna tímabil þar sem við vinnum í einhverju ákveðnu þema, eins og t.d. útivist, umhverfið eða sköpun og handverk. Í útivistar dagskráhring gætum við t.d. farið í fjallgöngu og lært að elda mat úti en í sköpun og handverk værum við kannski að búa til flokksfána og semja lag. Svo förum við líka reglulega í ferðir og útilegur.

Fundatímar 2019-2020

  • Drekaskátar – miðvikudaga kl.17:30 – 18:45 (Sportabler kóði IKQ67S)
  • Fálkaskátar – þriðjudaga kl. 17:20 – 19:00 (Sportabler kóði DILHKW)
  • Dróttskátar – fimmtudaga kl. 19:40 – 21:40 (Sportabler kóði UFCO10)
  • Rekkaskátar – fimmtudaga kl. 20:00 – 22:00 (Sportabler kóði FU3LD4)

Þú getur kíkt við á næsta fund og við tökum vel á móti þér. Öllum er frjálst að prufa í 2-3 skipti áður en gengið er frá skráningu. Árgjaldið er 30.000 kr. fyrir dreksaskáta (starfsárið er september til júníbyrjun) og 35.000 fyrir fálkaskáta og dróttskáta (starfsárið er september til miður júlí). Árgjaldið er hægt að greiða í tvennu lagi, 15.000 kr. fyrir áramót og 15.000/20.000 eftir áramót. Systkinaafsláttur er 20% fyrir þau systkini sem koma á eftir því fyrsta.

hafðu samband á landnemi@landnemi.is, á facebook síðu Landnema eða í síma 5610071

skraning_takki

img_8316-3

14311230_1133261596753316_4056174951481814678_o

Untitled-1

dsc04403

14358720_1133261606753315_1052897911022844388_n2