Í skátunum eru skátasveitir eða hópar sem eru flokkaðir eftir aldri:
- Drekaskátar (7 – 9 ára)
- Fálkaskátar (10 – 12 ára)
- Dróttskátar (13 – 15 ára)
- Rekkaskátar (16 – 18 ára)
Hver sveit hittist einu sinni í viku á skátafundum. Fundirnir geta verið jafn ólíkir og þeir eru margir. Dagskráin er skipulögð í svokölluðum dagskráhring, en það er 3-5 vikna tímabil þar sem við vinnum í einhverju ákveðnu þema, eins og t.d. útivist, umhverfið eða sköpun og handverk. Í útivistar dagskráhring gætum við t.d. farið í fjallgöngu og lært að elda mat úti en í sköpun og handverk værum við kannski að búa til flokksfána og semja lag. Svo förum við líka reglulega í ferðir og útilegur.
Fundatímar 2020-2021
- Drekaskátar – miðvikudaga kl.17:30 – 18:45 (Sportabler kóði IKQ67S)
- Fálkaskátar – þriðjudaga kl. 17:20 – 19:00 (Sportabler kóði DILHKW)
- Dróttskátar – fimmtudaga kl. 19:40 – 21:40 (Sportabler kóði UFCO10)
- Rekkaskátar – hafið samband varðandi fundartíma (Sportabler kóði FU3LD4)
Þú getur kíkt við á næsta fund og við tökum vel á móti þér. Öllum er frjálst að prufa í 2-3 skipti áður en gengið er frá skráningu. Árgjaldið er 35.000 (starfsárið er september til miður júlí). Árgjaldið er hægt að greiða í tvennu lagi, 15.000 kr. fyrir áramót og 15.000/20.000 eftir áramót. Systkinaafsláttur er 20% fyrir þau systkini sem koma á eftir því fyrsta.
hafðu samband á landnemi@landnemi.is, á facebook síðu Landnema eða í síma 5610071