Landnemar óska eftir starfsmanni

Skátafélagið Landnemar óskar eftir öflugum einstaklingi í krefjandi og skemmtilegt starf starfsmanns skátafélagins. Skátafélagið er með fjölbreytt og spennandi starf fyrir börn á aldrinum 8-25 ára. Við leitum að einstaklingi sem er skapandi, sjálfstæður, skipulagður og sniðugur.

Helstu verkefni:

 • Halda utan um skráningar
 • Sjá um tölvupóst og halda utan um samskipti við foreldra
 • Vera stuðningur við foringja
 • Viðvera á fundatímum
 • Annast innkaup

Hæfniskröfur:

 • Vera með bílpróf
 • Almenn tölvukunnátta
 • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum er kostur
 • Reynsla af skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er mikill kostur

Aðrar kröfur:

 • Hreint sakavottorð

Frekari upplýsingar veitir Arnlaugur Guðmundsson, félagsforingi skátafélagsins á felagsforingi@landnemi.is, s. 6474746

Umsóknir skulu berast á landnemi@landnemi.is. Umsóknarfrestur er til 15. september 2020.

Landnemar: Skátastarfið fer af stað 8.-10. september

Kæru skátar í Landnemum, við hefjum starfið 8.-10. september og hlökkum til að sjá ykkur þá á fyrstu skátafundum vetrarins.

Fundartímar verða óbreyttir frá því í fyrra:
– Drekaskátar (2-4 bekkur): Miðvikudagar 17:30-18:45
– Fálkaskátar (5.-7. bekkur): Þriðjudagar 17:20-19:00
– Dróttskátar (8.-10. bekkur): Fimmtudagar kl. 17:45-19:45
– Rekka- og róverskátar (16-25 ára) ákveða sinn fundartíma.

Það verður gaman að sjá nýja og reyndari skáta með í ævintýrum vetrarins. Á næstu mánuðum er fjöldi viðburða á dagskránni s.s. sveitarútilegur, félagsútilega, vetrarskátamót, og næsta sumar drekaskátamót, Landnemamót, landsmót skáta sem er stórkostleg upplifun og margt fleira er á döfinni í vetur.

Sjáumst í skátaheimilinu Háuhlíð 9.

Skráning fer fram í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/Landnemar

Endilega deilið sem víðast!

Pollanámskeið útilífsskólans

Útilífsskólinn býður upp á eitt pollanámskeið fyrir 5 og 6 ára í sumar vikuna 27. – 31. júlí.

Námskeiðið er ekki jafn krefjandi og þau sem eru fyrir eldri krakkana en við förum mikið út og þetta verður rosalega gaman!

Skráning fer fram inn á: https://sportabler.com/shop/landnemar

Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa á facebook https://www.facebook.com/Landnemi eða með því að senda okkur línu á utilifsskoli@landnemi.is.

Við minnum líka á að það eru ennþá laus pláss á námskeið fyrir 8-12 ára í júlí!

Foringjaferð

Foringjahópur Landnema hélt í ævintýraferð um síðustu helgi í boði Landnema sem þakklætisvott fyrir óeigingjörn sjálfboðaliðastörf síðastliðinn vetur en allir foringjar Landnema starfa sem sjálfboðaliðar. Ferðinni var heitið á suðurlandið þar sem margar helstu náttúruperlur við þjóðveginn voru skoðaðar í óvenjulegu fámenni. Gist var í Skaftafelli þar sem gengið var á Svínafellsjökul og upp að Svartafossi. Frábær ferð í alla staði með frábæru fólki!

Sumarstarf

Í júní verður opið hús fyrir alla skáta félagsins á þriðjudögum milli klukkan 17:30 og 19. Upplýsingar um dagskrá hvers fundar verða sendar í gegnum Sportabler.

Sunnudaginn 14. júní verður dagsferð fyrir alla skáta félagsins og helgina 3. – 5. júlí förum við í útilegu á Úlfljótsvatn.

Skátastarf fellur niður tímabundið

Eftirfarandi skilaboð voru send foreldrum og forráðamönnum 
föstdaginn 20. mars 2020:

Ágætu foreldrar og forráðamenn.

Fyrr í dag gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út 
leiðbeinandi viðmið um íþrótta- og æskulýðsstarf í ljósi 
takmörkunar á skólastarfi og samkomum. Þar er mælst til 
þess að hlé verði gert á íþrótta- og æskulýðsstarfi þar til 
takmörkun á skólastarfi lýkur. Skátahreyfingin verður að 
sjálfsögðu við þessum tilmælum og fellir niður allt skátastarf 
þar til annað verður ákveðið.

Stjórn og foringjar skátafélagsins Landnema minna á lífsgildi
skátarhreyfingarinnar sem geta komið að góðum notum við að mæta
óvæntum og erfiðum aðstæðum en þau eru: 
 Skáti er hjálpsamur; 
 skáti er glaðvær; 
 skáti er traustur; 
 skáti er náttúruvinur; 
 skáti er tillitssamur; 
 skáti er heiðarlegur; 
 skáti er samvinnufús; 
 skáti er nýtinn; 
 skáti er réttsýnn; 
 skáti er sjálfstæður.

Þá hvetjum við alla skáta til að taka þátt verkefnum
skátahreyfingarinnar undir merkinu #stuðkví. 
Ný verkefni eru sett inn á hverjum degi meðan að þetta 
ástand varir. 
Verkefnin má finna hér: 
www.skatarnir.is/studkvi

Við hlökkum til að sjá alla skátana aftur þegar aðstæður 
leyfa. Enn er stefnt að því að halda landsmót í sumar og við 
munum hefja undirbúning af krafti þegar við hittumst á ný.

Okkar bestu kveðjur til ykkar allra,
stjórn og foringjar Landnema