Dróttskátafundir færast yfir á fimmtudaga

Frá og með þessari viku færast dróttskátafundir af mánudögum yfir á fimmtudaga milli klukkan 19:30 og 21:30. Næsti fundur verður því fimmtudaginn 17. október. Viðfangsefnin á þeim fundi verða af ýmsu tagi. Þannig verður farið í grunnatriði kortalesturs, rötunar og útbúnaðar sem undirbúningur fyrir dagsferð dróttskáta laugardaginn 19. nóvember. Þá fá þeir sem ekki hafa bakað kanelsnúða á eldstæðinu okkar tækifæri til að prófa það. Allir krakkar í 8. – 10. bekk eru velkomnir að koma og prófa.

Dagsferð drekaskáta verður á morgun sunnudaginn 6. október

Vegna veðurs var dagsferð drekaskáta frestað í dag 5. október. Farið verður á morgun sunnudaginn 6. október. Mæting klukkan 9:50 við skátaheimilið og komið til baka um klukkan 15. Farið verður í strætó að Rauðavatni þar sem gengið verður í kringum vatnið og skógurinn skoðaður. Ef einhver vill bætast í hópinn er hægt að skrá sig á skatar.felog.is. Ef einhver sem þegar er skráður kemst ekki má send póst á landnemi@landnemi.is. Vonandi komast sem flestir.

Kynningarfundur dróttskáta

Áhugasamur hópur unglinga mætti á sinn fyrsta dróttskátafund þar sem þemað var “bátar og bál”. Alls mættu 26 unglingar og var farið á báta á Hafravatni og sykurpúðar grillaðir í fjörunni. Takk Mosverjar fyrir lánið á bátunum! Hlökkum til að sjá alla aftur í næstu viku.

Hausthátið 8. september

Hausthátíð Landnema verður haldin sunnudaginn 8. september milli klukkan 13 og 15 í skátaheimlinu. Boðið verður upp á klifur, hækbrauð, sykurpúða, kakó og myndasýningu frá alheimsmótinu síðastliðið sumar. Allir velkomnir! Yngri og eldri Landnemar, foreldrar og fjölskyldur, útilífsskólakrakkar og starfsfólk og allir aðrir sem hafa áhuga á að kynna sér starfið í Háuhlíðinni.

Vetrarstarfið hefst 9., 10. og 11. september

Þá liggur fundardagskrá vetrarins fyrir.

Drekaskátar 2. – 4. bekkur: miðvikudagar klukkan 17:30-18:45. Foringjar verða Védís og Júlía
Fálkaskátar 5. – 7. bekkur: þriðjudagar klukkan 17:20-19:00. Foringjar verða Sigurgeir og Heiðdís
Dróttskátar 8. – 10. bekkur: mánudagar klukkan 19:30-21:30. Foringjar verða Margrét og Sigurður
Rekka og róverskátar áveða sinn fundartíma sjálfir.

Allir velkomnir! Við hlökkum til að sjá ykkur og bjóðum krakka í 8. -10. bekk sérstaklega velkomna til okkar þar sem áhersla verður lögð á að skapa ævintýri og upplifanir með vinum sem lifa áfram! 

Allir okkar foringjar starfa sem sjálfboðaliðar og við þökkum þeim kærlega fyrir að vera tilbúin til að gefa tíma sinn í að halda uppi kraftmiklu skátastarfi þannig að fleiri geti notið ævintýrisins.

Sumardagurinn fyrsti 2019

Landnemar verða með dagskrá fyrir utan Sundhöllina á sumardaginn fyrsta milli 13:00 og 16:00.

Við verðum með hoppukastala og hægt verður að grilla hæk brauð.

Sömuleiðis verður hægt að kynna sér Útilífsskólann í sumar.

Búið er að opna fyrir skráningar inná skatar.felog.is

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Þá er síðan komin í lag á nýjan leik! og hægt að fara setja inn fréttir, ljósmyndir og annað merkilegt.

Jólafundur og jólafrí Landnema

Í næstu viku, 5. og 6. desember, verða síðustu sveitarfundir vetrarins.

Fimmtudaginn 13. desember verður jólafundur Landnema, frá 17:00-18:30. Boðið verður uppá kakó, kaffi og jólasmákökur.

Jólafundurinn er fyrir alla skáta í félaginu og eru fjölskyldur velkomnar með. Þar ætlum við að eiga saman notalega stund, syngja saman jólalög og dansa í kringum jólatréð.

Starfið hefst aftur eftir jólafrí með afmæli Landnema þann 9. janúar

Skátafélagið Landnemar óskar eftir starfsmanni!

Landnemar óska eftir að ráða starfsmann í hlutastarf á vorönn, þ.e. janúar til og með maí 2019.

Um er að ræða skemmtilegt og gefandi starf með börnum og ungu fólki en starfið hentar vel sem hlutastarf t.d. með skóla.

Æskilegt er að umsækjandi hafi:

  • Reynslu af starfi innan skátahreyfingarinnar
  • Tölvukunnáttu á helstu forritum sem nýtt eru í starfinu, s.s. Nóri, Word og Excel.
  • Menntun sem nýtist í starfi

Skilyrði er að umsækjandi sé með hreint sakavottorð.

Starfið felst í því að styðja foringja félagsins í starfi ásamt því að sjá um rekstur á skrifstofu og sinna tilfallandi störfum innan félagsins.

Starfstími er viðvera í skátaheimili Landnema, að Háuhlíð 9, á meðan fundum stendur ásamt því að aðstoða við ferðir félagsins.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við stjórn Landnema á netfangið stjorn@landnemi.is.