top of page
Search
  • Writer's picturePálína Björg Snorradóttir

Félagsútilega Landnema

Félagsútilega Landnema var haldin á Akranesi helgina 17.-19. mars. Í félagsútilegu fara allir skátar í félaginu saman í útilegu, drekaskátar og eldri. Við tókum strætó upp á Akranes á föstudagskvöldi og gistum í skátaheimili Skátafélags Akraness. Á laugardeginum var skemmtileg dagskrá við allra hæfi úti í góða veðrinu. Fyrst var ratleikur um bæinn og skátarnir leystu þrautir á leiðinni. Ratleikurinn leiddi hópinn í Garðalund þar sem farið var í leiki, kveiktur varðeldur og grillaðar pylsur.

Þaðan lá leiðin á Byggðasafn Akraness þar sem vel var tekið á móti okkur, við heyrðum söguna af skipinu Sigurfara og hóparnir spreyttu sig í safnbingói. Þá var farið í sund í sundlaug Akraness og loks var haldið aftur í skátaheimilið þar sem við bökuðum pönnukökur úti á Muurikku-pönnu. Um kvöldið var svo kvöldvaka þar sem allar sveitir sýndu skemmtiatriði og eftir kvöldvökuna var danspartý fyrir þau sem ennþá höfðu orku í það. Á sunnudeginum heimsóttum við Langasand í dásemdarveðri og tókum svo strætó aftur til Reykjavíkur.

Fleiri myndir úr ferðinni eru í myndasafni hér á síðunni.

21 views0 comments

Recent Posts

See All

Komentarze


bottom of page