top of page
Search
  • Writer's picturePálína Björg Snorradóttir

Sumardagurinn fyrsti í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum

Á sumardaginn fyrsta héldu Landnemar, Skjöldungar og Garðbúar sameiginlega sumarhátíð í fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Frítt var inn fyrir skáta með skátaklút og aðrir gestir garðsins voru einnig hjartanlega velkomnir. Boðið var upp á hoppukastala í nokkrum stærðum, þrautabrautir, klifurvegg, reipitog, snú snú, varðeldagrillun og sölutjald með góðgæti á borð við candyfloss, popp, svalandi drykki og pylsur fyrir varðeldinn. Það rættist heldur betur úr deginum og sólin fór að skína um leið og dagskráin hófst. Eftir lokun fjölmenntu skátar svo á kvöldvöku á vegum Skátasambands Reykjavíkur sem haldin var í garðinum sama kvöld.




17 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page