Skráning og Félagsgjald

Félagsgjaldið fyrir starfsárið 2018 til 2019 er 30.000 kr. fyrir drekaskáta og 35.000 kr. fyrir eldri skáta. Starfstímabil drekaskáta er september og fram í byrjun júní en starfstímabil eldri skáta er frá september og fram yfir miðjan júlí þar sem að landsmót skáta verður haldið að Hömrum á Akureyri 8. – 14. júlí 2020. Skátarnir geta mætt á tvo fundi áður en gengið er frá greiðslunni. Systkinaafsláttur er 20% fyrir þau systkini sem koma á eftir því fyrsta.

Innifalið í félagsgjaldinu er allur dagskrárkostnaður á fundum og dagsferðum og gistinóttum í skátaheimilinu. Auk þess eru öll einkenni, svo sem skátaklútar og merki innifalin auk afnot af búnaði félagsins. Skátarnir fá útivistarpeysu merkta Landnemum þegar þeir greiða félagsgjald í fyrsta skipti og hægt er að fá nýja peysu þegar félagsgjaldið er greitt ef þörf er á. Þá er innifalin ein ferð með gistingu – (félagsútilega, sveitarútilega, vetrarskátamót eða drekaskátamót). Greiða þarf gjald í aðrar útilegur og skátamót til að standa straum af kostnaði við ferðir, gistingu og fæði.

Frístundakortið

Landnemar eru aðilar að frístundakortinu en það er styrkur sem Reykjavíkurborg veitir börnum til þess að stunda íþrótta- og æskulýðsstörf. Nánari upplýsingar um kortið er að finna HÉR. Ef félagsgjaldið birtist ekki á Rafræn Reykjavík er best að hafa samband við okkur með tölvupósti (landnemi@landnemi.is).


Millifærsla

Rn: 0111-26-510091
Kt. 491281-0659
Upphæð: 15.000 kr
Skýring: Kennitala skáta, FÉLAGSGJALD
Senda kvittun á landnemi@landnemi.is