Drekaskátar (7-9 ára)

Drekaskátar eru á aldrinum 7 – 9 ára. Í drekaskátastarfi er lögð áhersla á reynslunám, að læra af því að vinna verkefni en ekki af bókum eða útskýringum annarra. Margt er hægt að læra með leikjum og verkefnum í nærumhverfi skátaheimilisins. Því fara drekaskátar mikið í fjölbreytta og skemmtilega leiki, jafnt úti sem inni.

Drekaskátar starfa í hópi sem kallast skátasveit og telur allt að 24 skátum. Þeim er oft skipt upp í minni hópa þegar verkefni eru unnin.

Í Landnemum er starfræk drekaskátasveitin Huginn & Muninn.

Huginn & Muninn (Sportabler kóði IKQ67S)
Fundartími: miðvikudögum kl. 17:30 – 18:45
Sveitarforingjar: Védís Helgadóttir og Júlía Jakobsdóttir

Fundir hefjast 11. september 2019

drekaskatar_3